Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 4

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 4
i6o frumvaxta, vórum svona gerð, þegar við vórum á unga aldri. Pað er á líkan hátt eðlilegt um unga menn, að þeir kjósi þrám sínum bústað uppi í sólroðnum loftköstulum, meðan þeir hafa ekki tekið á bak sér byrði lífsins og skyldunnar. Við, sem eldri erum og sár orðin á herðum undan bagga lífsins, sem við höfum rogast með undir hörðum fötlum,—við þekkjum af eigin reynd þyngdar- lögmálið, aðdráttarafl jarðarinnar, segulmagn moldarinnar og kyngi- lögin, sem valda fótfúanum. Við þykjumst góð, ef okkur tekst að standa í skilum og gegna þegnskyldum vorum við heimili, sveit og land. Pað kann að þykja eðlilegt, að ættjarðarást unglinga sé ein- hæf, þvílíkt sem lambelska ærinnar, sem nístir lömb hinna ánna upp við steinvegginn. En þess er af þroskuðum mönnum að krefj- ast, að þeir losi sig við hatursmótvægið. Meðan ættjarðarástin er bundin við það, gengur hún til víga og keppist við að vekja upp valfallna menn með Hildi Hjaðninga-norn, svo að aldrei linni bar- daganum. Henni væri sæmra að ganga á Hrísateig með Halldóru Víga-Glúms konu og binda sárin óvinanna, jöfnum höndum og sár sinna manna. —- Eg gat þess áðan, að ég hefði gengið frá mentamanninum, sem vildi, að alt gengi einhvernveginn og að vér hötuðum Dani, — gengið upp á þiljur og út að öldustokknum. Aldan lóaði á súðinni, en upp við ströndina brotnaði hún á blindskeri, framan við landsteinana. Dökkur skýjabakki lá yfir hafsbrúninni. En þar fyrir utan ríkti nóttin, bak við tjöldin. Pangað hafði ég aldrei komið, ekki svo langt út í hafið, og ekki heldur til Danmerkur, eða annarra landa. Eg hefi engin gæði þegið af Dönum, og þó er ég laus við hatrið til þeirra. Eg ann þeim heldur en hitt, eins og mönnum í öllum áttum. Ef ég hata mennina eða fyrirlít þá, þá mundi ég hata sjálfan mig eða fyrirlíta. Og með þann orm vildi ég ekki ganga, eða hafa hann innan brjósts. — Petta haturs- leysi mitt til útlendra þjóða og erlendra manna — það stafar ef til vill af heimaalningshætti mínum. Ef ég dveldi með þeim, mundi mér fara þvílíkt sem unga manninum á skipinu. Pá mundu eitur- dropar munaðarins hafa dropið í munn mér og runnið í brjóstið. Og þegar svo er komið, þýtur allskonar illgresi upp í hugskotinu eins og arfi í varpa. En þetta eru sjálfskaparvíti. Og það er lítil- menska, að kasta grjóti á náungann, til hefnda fyrir það, að mað- urinn sjálfur hefir dottið um stein, og flumbrast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.