Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 10
\66 heilagt verk fyrir hágöfga föburlandselsku. Pað er ekki mikið betra að hata mennina út af lífinu, heldur en svifta þá lífinu. 1*30 mun vera nálega sama innrætið, sem veldur báðum þeim at- höfnum. Og valdhafi valdhafanna lítur á hjartalagið. Guðstrúin verður að grundvallast á manhúð og lítillæti. Og þegar hugarfar mannanna er orðið friðsælt og fagnaðarríkt af samúð og góðvilja, hungrað og þyrst eftir ljósi og speki, þá kem- ur guðstrúin af sjálfu sér, studd og leidd af mannástinni. Þá ber trúin ávöxt og þá þekkist hún af verkum sínum. Og eins er um ættjarðarástina. Ef hún er sönn og hrein, þá ber hún ávexti, sem aubvelt er að sjá. Hún elskar þá alt í einu: landið og þjóðina. Hún hyggur á umbætur í landinu, en ekki á völd handa sjálfri sér. Hún fer að eins og vorblíðan, sem þíðir fyrst jarðveginn og vekur fræin til lífs, í þagnargildi. fað er sú rétthverfa föðurlandselska. En ranghverfa ættjarðarástin fer með herbrestum og hávaða, gengur með gúlpandi gunnfána í annarri hendi og sjö stjörnur í hinni, hóar og hamast. Pá hlaupa hundarnir upp og landið kveður við af háreysti milli fjalls og fjöru. Öllum sanngjörnum mönnum hefir víst ógnað þjóðmálaand- remman í landi voru síðustu árin, — þessi, mér liggur við að segja: helvízka brennisteinssvæla, sem »hálaunagráðug og valda- fikin smámenni« hafa púað út yfir almenninginn. Pessir gosbarkar hafa stært sig af því, að þeir hafi borið ættjarðarástina í brjósti og að þeir væru forverðir landsréttinda og landvarnar, en hinir mennirnir úrþvætti og afglapar, föðurlandssvikarar og innlimunar- menn. Hafa nú þessir menn borið sanna ættjarðarást í brjósti? Eví er fljótsvarað. Peir hafa vitað af henni, á sinn hátt eins og þeir þarna á neðsta og nyrzta bæ vita af yfirvaldi yfirvaldanna. En það er engin trú, segir meistari Jón. Og því síður, að sú trú beri nokkura ávexti. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, sagði sá, sem vald hafði til að tala. Ofsamenn þjóðmálanna þekkjast hvorki af ávexti né undir- vexti. Peir þekkjast af öðrum einkennum. Peir þekkjast af því, að þeir hafa hlaupið í njóla. Pessir njólamenn fyrirlíta þjóðina, þegar hún er þeim taumþung, en skjalla hana og lokka með fagurgala, þegar þeir hafa von um fylgi hennar og liðsinni, til að lyfta þeim

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.