Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 16
72 úr lagi og oröbragðið eftir því. Pessir þverrifumenn kalla iðjulýð- inn, sem yrkir ættjörðina, smánarnöfnum, af því að hann vill hlíta sæmdarkostum af vinveittri frændþjóð og búa í nágrenni við hana með friðarhug. Það kalla þeir landráð, og mennina innlim- unarmenn, sem vilja taka sættum, Úlfúðarandi þessara Sturlunga lýkur um land alt og bítur í sporð sér eins og Miðgarðsormur. Góða föðurlandsástin er ekki eins auðþekt af nálægum dæm- um. Hún hefir hljótt um sig og lifir í voninni um betri daga. Pað er alt óljóst, sem heyrir til vonunum, eins og fræið, sem liggur í moldinni og enginn veit, hvort upp kemur. Pað fer eftir árferði og vorgæðum. En hún sýnir innræti sitt, þegar hún er tekin tali, eða gætt að framferði hennar. Hún vill ekki, að alt gangi ein- hvernveginn. Hún vill hafa röð og reglu, og frið — ekki dauða- frið stöðuvatnsins, sem hvorki hefir uppgöngu-auga né afrensli, heldur þann frið, sem samrýmist hæfilegri samkepni og reglu- bundnu skipulagi. Hún er ekki heiftrækin. Og þó getur hún hatað — hún hatar hatursandann til erlendra þjóða, hverju nafni, sem þjóðin nefnist. Og hún hatar eyðingaröfl þjóðfélagsins. Hún vill hafa eign sína vátrygða — vill ekki sigla út í hafs- auga eða láta reka á reiðanum upp á blindsker. Hún veit, að fram- farir mannfélagsins hafa ekki fengist með því, að alt gengi »ein- hvernveginn«. Menningin hefir ekki komið sjálfkrafa hingað til og mun ekki koma héðan af. Gull sannleika og vizku og mannfélags- framfara hefir verið vandfutidið, og torvelt að smíða úr því, og tjáir ekki að hamra þaö »einhvernveginn«. Friðlaus á þjóðin að verða, sagði ritstjórinn. Hann veit, hverju hann lofar. Hann veit, hvað hann getur efnt. Hann hefir ekki lofað upp í ermina sína. Hann á ófriðar-tundrið í hverjum fingur- góm, eins og eldkveikjan er samgróin eldspýtunni. Hann getur komið því til leiðar, að eldur sé uppi í landinu. Hann getur sent hann með pósti inn á hvert einasta heimili. Og hann þarf ekki póstinn til þessarar eldfarar. Hann getur sent ref með logandi vönd í skottinu inn í heygarð þjóðarinnar, hvenær sem í hann fýkur. Og það er æði-oft, sem fokið getur í ritstjóra. Skap þeirra er sífelt »á báli«, sem vilja ófrið í landinu. Pað er eins og rjúk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.