Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 26

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 26
182 Að skeiðhlaupunum loknum streymdi fólkið suður að sund- skála, og léku þar 20 ungir menn sundlistir á ýmsa vegu, bæði björgunarsund og aðrar sundþrautir, og mátti þar sjá mörg þrif- leg tök og knáleg. En fyrsta kappsundið við sundskálann það sumar var háð 19. júní, og var sundskeiðið 50 stikur. Preyttu það skeið 6 menn, og varð Stefán Olafsson fyrstur. Hann synti bringusund og náði skeiðsenda á 36 sek. Er það hinn mesti sundhraði, sem enn er kunnur hér á landi, og sýnir, hve mikilla framfara má vænta í sundlistinni með tímanum — þessari beztu, heilnæmustu og nauðsynlegustu af öllum íþróttum vorum. Nr. 2 varð B. G. Vaage (40 3/é s.) og nr. 3 Guðm. Kr. Guðmundsson (43 l/a s.). Síðar var háð kappsund fyrir sveina, yngri en 18 ára, um jafnlangt skeið, og varð þar nr. 1 Ásgeir Ásgeirsson (40 s.), nr. 2 Tómas Hallgrímsson (401/* s.) og nr. 3 Erlingur Páls- son (4o1/íí s.). Á eftir kappsundinu vóru sýndar ýmsar sundlistir, og svámu menn þá út að flotpalli spölkorn frá landi. Er hann með hárri grind og tveimur stökkpöllum, og af þeim vóru leikin sundstökk niður í sjóinn. En í þessu skortir enn mjög á æfingu hjá öllum, því að stökkva vel til sunds er einhver hin fegursta og áhrifamesta íþrótt, sem fyrir augu ber, og því yndi hvers manns, er vel hefir tamið sér hana. Hún er því sú íþróttin, er hvað mest rækt er við lögð hjá stórþjóðunum, til þess að gera syni þeirra sem stæltasta og fimasta. Með því að láta gera þenn- an stökkpall hefir Ungmennafélagið lyft undir og hrundið á stað þeirri sundlist, sem bæði hrífur áhorfendurna mest og bezt eflir áræði sundmannsins. Má því af þessu vænta góðs árangurs í framtíðinni. Hinn 26. júní fór fram »kappskeiðið mikla«, er við köllum svo, míluskeið eða betur. Keptu nú 7 menn, og varð Sigurjón Pétursson fyrstur, rann skeiðið á 28. m. 14. s. Nr. 2 varð JóeP Ingvarsson, Hafnarf. (28 m. 57 s.) og nr. 3 Ólafur Magnússon (29 m.). Höfðu bæjarbúar raðað sér meðfram Hverfisgötunni til beggja handa, og lék mikil forvitni á, hver fyrstur yrði. Var og skeið- mönnum fagnað með dynjandi lófataki og þakkað fyrir rösk- leikann. Enn var leikmót háð 31. júlí, og var þar fyrst runnið 500 st. skeið á Melunum (nr. 1 Ól. Magnússon, nr. 2 Magnús Tómas- son), en því næst haldið til sundskálans og þar háð kappsund, 105 st. skeið (átti að vera 100 st. en reyndist eftir á 105 st.).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.