Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 31

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 31
i8.7 son og Erlingur Pálsson, sem varð langfyrstur, einar 37^/2 sek. Var þann dag gott veður, eftir því sem hægt er við að bú- ast um hávetur, enda var mikill mannfjöldi viðstaddur og blásið í lúðra fyrir og eftir. Hélt og landlæknir snjalla ræðu og afhenti Erlingi bikarinn og var honum fagnað sem sigurvegara. Nýjárssundið er gleðilegur vottur þess, að kjarkurinn sé aft- ur farinn að lifna við hjá þjóðinni. Til skamms tíma vóru flestir svo hræddir við vatnið, að þeim fanst dauðinn vís, ef þeir færu í kalt vatn. En vaninn gefur lystitia, og hvergi er jafnnauðsyn- 3. KEPPENDUR UM NÝJÁRSBIKARINN 1. JAN. 1912. legt að venja sig við kalt vatn eins og á Islandi. Pví þar er mönnum hætt við að þorna svo upp í ofnhita, að metin þoli ekki útiloftið, með því hörundið verður svo veikt, að það getur ekki veitt líkamanum nægilegt skjól. En úr þessu má bæta með því, að herða líkamann smámsaman, venja hann við kuldann og vatnið. Eins afreksverks verður enn að geta, sem Ungmennafélag Rvíkur hefir unnið í samfélagi við Ungmennafél. Iðunni, og það er, að ryðja öllu því grjóti, sem lá í Oskjuhlíðinni, þar sem nú er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.