Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 48

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 48
204 Hrælog glóðu á hlynunum, hreysikettir glirnunum á hann gláptu, óvörum að honum blésu maurildum. Atti vakti alla nótt, ekki mundi honum rótt. hafði köldu og hitasótt, hjartasig — og það kom fljótt. Öll var nóttin óvægin; enn þá verri morguninn: allur burt var íkorninn. Aldrei finnur hann s/eða sinn. Pessi Atta gráskinn góð giltu, töpuð allri þjóð, -—oft er gæfan aðsjál, hljóð — á við banka varasjóð. * * * Engri sálu endast má oflæti á fremstu tá. Innlend, mögnuð orraþrá er þó lýðnum meiri vá. Óráðsvinnur Atti var, út úr reif og niðr úr skar; sökum þess úr býtum bar: brigði fjár og gæfunnar. Elti hann á tylli-tám tangur eitt í skógi blám; galt við snapi fúlgu af fjám, feiknaverð í skinnum grám. Atti jafnan þrætu-þóf, þegar hann gat, í landi hóf, urgaði hlustir, eyru skóf elskaði sérhvern friðar-þjóf. Glöpin fylgja Atta ætt, illa mjög er henni stætt, þar sem öðrum vel er vætt. Verður seint úr tjóni bætt. Börn hans, snauð að bjargráðum, bíða nauð af glöpunum, fátt um brauð hjá fjöldanum, froða ,rauð‘ í munnvikjum Pverrifuna þenja út, þegar hún ætti að hafa strút; gæfu landsins kveða í kút, koma henni í rembihnút. Enn er til af Atta ný útgáfa, um lönd og bý: blóð hans æðum bera í blaða-merðir og valdaþý. Landvörn með sitt geipi-gin, gamburmenni þessi og hin: alt er þetta Atta kyn — eiga Loka fyrir vin. Mörgum þeim, sem gapti og gó, gerði lífið þröngan skó. Atti sínum drotni dó, dó að vísu — lifir þó, Upp hann reis í öngþveiti, eggjaði menn á glapstigi. Er nú þessi afglapi auknefndur: hinn sjdlfstceði. Vor á meðal Atti er, andi hans um landið fer. Gæti hver að sjálfum sér. Sankti Marja hjálpi mér! 1909.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.