Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 55

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 55
211 allan heim, til þess að vísindalegar rannsóknir yrðu gerðar á þeim á sem flestum rannsóknarstofum. Frumlur þessa litla krabba- meins hafa haft fádæma lífskraft, svo hundruð þúsunda af mús- um hafa verið sýktar með því, og æxlið hefir nú æxlast í 9 ár og á nú hundrað ættliðu. Ekkert virðist geta stöðvað vöxt þess, og er útlit fyrir, að það muni geta haldið áfram að vaxa í þús- undir ára. Meinsemdin sýnist ódauðleg, meðan hún hefir nægan jarðveg að vaxa í. Pegar vér íhugum, að ofurlítill biti af meininu getur sýkt 200 mýs, og hver þeirra aftur aðrar 200, er auðsætt, hvílíkum ógnahraða vöxtur þess getur náð. Ef nóg væri af til- raunadýrum til að flytja meinsemdina á, mundi alt köfnunarefni jarðarinnar eyðast á skömmum tíma. Menn hafa reiknað út, að ef krabbameinsæxli prófessors Jensens hefði nægan jarðveg að dafna í, mundi það á einu ári geta vaxið svo gífurlega, að af því gæti myndast himinhnöttur, er væri 890 sinnum stærri en sólin. Allar frumlur þessa heljarmikla hnattar stöfuðu þó frá og ættu ætt sína að rekja til krabbameinsfrumlanna í brjóstmeini litlu hvítu músarinnar, sem prófessor Jensen fann fyrir 10 árum. Eins og fyr var á drepið, eru menn nú orðnir nokkurnveg- inn ásáttir um arfgengisspurninguna; því allar dýratilraunir virðast styðja þá skoðun, að arfgengi í vissum skilningi eigi sér stað. Að minsta kosti er sumum ættum frekar hætt við veikinni en öðrum. Má sem dæmi þess nefna ætt Napóleons mikla og margra fleiri. Bæði Napóleon sjálfur, faðir hans og Lúcían bróðir hans dóu úr krabbameini í vélindi og maga, og sömuleiðis systur hans tvær (Pálína og Karólína). Bví miður er sannleikurinn sá, að krabba- mein er nú orðið svo alment, að því nær engin ætt sleppur alveg hjá því, og veröur því erfitt að rannsaka arfgengisspurninguna. Að því er dýratilraunir snertir, skal hér aðeins getið eins dæmis viðvíkjandi arfgengi: Heilbrigð karlmús var látin eðla sig við sjúka kvenmús; af 65 afkomendum þeirra fengu 20 krabba- mein, eða hérumbil þriðja hver mús erfði sjúkdóm móðurinnar. II. LÆKNINGATILRAUNIR Á KRABBAMEINI. í byrjun þessarar greinar var þess getið, að ekki hefði enn tekist að finna neitt örugt meðal gegn þessari voðalegu veiki, þessari allsherjar þjóðplágu. í fæstum tilfellum verða skurðlækn- ingar að fullu liði, og er þó hnífurinn enn þá því nær eina vonin fyrir krabbameinssjúklinga (una salus in cultro). Bað vantar þó

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.