Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 64

Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 64
220 biðjast fyrir með upplyftum höndum, þangað til fuglarnir hefðu klakið ungunum út, og gæti hann þetta, þá skyldi hann verða bænheyrður. En þenna dag sá hann langtum færri dómadagssýnir en áð- ur. I stað þess hafði hann miklu oftar augun á fuglunum. Hann sá, að þeir fullgerðu bústaðinn í einni svipan. Svo flugu litlu húsasmiðirnir í kringum húsið, til að líta yfir smíðina. feir sóttu svo ofurlitlar mosaskánir frá hinu pílviðartrénu og klæddu húsið með þeim að utan; það átti að koma í staðinn fyrir kalk eða málun. Peir sóttu hina smágjörðustu fífu og kvenfuglinn reytti dún af eigin brjósti og fóðraði með hreiðrið að innan; það vóru innanstokksmunirnir og húsgögnin. Bændurnir, sem óttuðust hin skaðvænlegu áhrif, sem bænir einbúans gætu haft, er þær kæmu fyrir hásæti drottins, vóru vanir að færa honum brauð og mjólk, til að blíðka reiði hans. Beir komu nú að vanda og fundu hann standandi þarna í sömu sporum með hreiðrið í lófanum. »Lítið á, hversu guðsmaðurinn elskar smáfuglana«, sögðu þeir hver við annan, og þeir óttuðust hann ekki framar, heldur báru mjólkurskálina að vörum hans og stungu brauðinu upp í hann. En þegar hann hafði étið og drukkið, rak hann þá burt með ill- yrðum, en þeir hlógu einungis að fúkyrðum hans. Likami hans var fyrir löngu síðan orðinn algjörlega háður vilja hans. Með hungri og höggum, með löngum knéföllum og vikulöngum vökum hafði hann kent honum hlýðni. Nú héldu járn- stæltir vöðvar handleggnum uppréttum dögum og vikum saman, og af því fuglinn lá á eggjunum og fór aldrei úr hreiðrinu, leitaði hann ekki einu sinni til hælis síns á nóttunni. Hann komst upp á að sofa sitjandi með upplyftum höndum. Ymsir af vinum eyði- merkurinnar munu hafa afrekað sumt, er örðugra hefir verið. Hann vandi sig við litlu órólegu fuglsaugun, er smátt og smátt gáfu gætur að honum yfir hreiðursbrúnina. Hann hafði vandlega gát á hagli og regni og hlífði hreiðrinu eins vel og hann gat. Og einn góðan veöurdag losnar fuglinn af eggjasetunni. Báð- ir fuglarnir sitja á hreiðurbrúninni og ráðgast um eitthvað, og gleðin skín út úr þeim, enda þótt alt hreiðrið virðist enduróma af veimiltítulegu ungakvaki. Að Lítilli stundu liðinni fljúga þau bæði af stað á þindarlausar mýflugnaveiðar.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.