Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 65

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 65
221 Og þau handsama hverja mýfluguna á fætur annarri og flytja heim handa þessu, sem er að tísta í hendinni á honum. Og þegar maturinn kemur, lætur það hálfu ver en áður. Guðs- maðurinn truflast í bænagjörð sinni af þessum ólátum. Og undur, undur hægt sígur handleggurinn niður á við, því liðamótin eru svo stirðnuð, að þau geta varla hreyfst, og litlu eldaugun hans stara inn í hreiðrið. Aldrei hafði hann séð neitt jafn-ósjálfbjarga, jafnljótt og eymdarlegt: ofurlitlir berir kroppar með einstaka dúnhárum hér og þar, engin augu, enginn flugþróttur, eiginlega ekki annað en sex stórir, gapandi goggar. Hann botnaði ekki vitund í því, en honum þótti vænt um þá, einmitt svona eins og þeir vóru. Föður þeirra og móður hafði hann ekki undanþegið glötuninni, en þegar hann hér eftir ákallaði guð og bað hann að frelsa heiminn, með því að tortíma honum, þá undantók hann í huga sér þessa sex ósjálfbjarga unga. Pegar bændakonurnar færöu honum matinn, þakkaði hann þeim ekki framar með því, að æskja þeim glötunar, því úr því ungarnir þeir arna þurftu hans með, þá þótti honum vænt um, að þær létu hann ekki deyja úr hungri. Ekki leið á löngu, áður sex kollar sáust gægjast út fyrir hreiðrið á daginn. Handleggurinn á Hattó gamla sé æ oftar niður jafnt augum hans. Hann sá fjaðrirnar spretta út úr rauðu skinn- inu, augun opnast, kroppinn verða lögulegri. Petta vóru hamingju- samir erfingjar að öllum þeim vænleik, er náttúran hefir veitt þeim börnum sínum, er í loftinu lifa, og þeir náðu brátt fullum fegurðarþroska. Og eftir því sem lengur leið, dró smámsaman allan kraft úr bænunum um tortímingu heimsins hjá Hattó gamla. Hann þóttist hafa loforð drottins fyrir því, að heimurinn skyldi farast, þegar ungarnir væru orðnir fleygir. Nú lá við sjálft, að hann langaði til að finna heiminum eitthvað til afsökunar frammi fyrir guði almátt- ugum. Fví þessa sex unga, sem hann hafði hlúð að og uppalið, gat hann með engu móti látið farast. Pað var öðru máli að gegna áður, meðan hann átti ekki neitt, sem honum þótti vænt um. En nú hafði kærleikurinn til alls þess, sem er óþroskað og ósjálfbjarga, sá kærleikur, sem hvert smábarn hefir verið sent til að kenna hinum hættulegu full- 15

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.