Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 66
222
þroskuðu mönnum, náð tökum á honum og gjört hann reikandi
í ráði.
Annað veifið leizt honum ráðlegast að fleygja hreiðrinu með
öllum ungunum út í fljótið, því honum fanst þeir vera sælir, er
fengju að deyja lausir við sorg og synd. Ætti hann ekki að frelsa
litlu ungana frá rándýrum og kulda, frá hungri og hverskonar
eymd ?
En í því hann var að velta þessu fyrir sér, kom valurinn á
harða flugi og ætlaði að stinga sér rakleiðis ofan í hreiðrið til að
ná sér í ungana. En þá greip Hattó ræningjann með vinstri
hendi og slengdi honum af heljar afli út í fljótið.
Loks kom sá dagur, að ungarn.ir urðu fleygir. Önnur máríu-
erlan fór í hreiðrið til að ýta undir ungana, en hin flaug þar um-
hverfis, til að sýna þeim, hve auðvelt þetta væri, ef þeir bara
þyrðu að reyna. Og þegar ungarnir gátu samt ekki unnið bug á
ótta sínum, fóru báðir foreldrarnir af stað og sýndu þeim allar
sínar fegurstu fluglistir. Pau böðuðu út vængjunum og liðu áfram
í löngum bugum, eða lyftu sér lóðrétt upp í geiminn eins og
lævirkjar, eða hvíldu grafkyr í loftinu á titrandi vængjum.
En þegar nú ungarnir eigi að heldur þorðu út, gat Hattó
einbúi ekki á sér setið lengur að láta þetta afskiftalaust. Hann
ýtti gætilega við ungunum með fingrinum, og þá var björninn
unninn. Ut fóru þeir flögrandi en vandræðalegir; þeir börðu vængj-
unum eins og leðurblökur, sigu niður, en hófu sig aftur upp á
viö; brátt skynjuðu þeir, í hverju listin lá, og notuðu sér hana
til að komast sem fljótast í hreiðrið aftur. Foreldrarnir komu nú
niður tii þeirra, hróðug og fagnandi, og Hattó gamli brosti í
kampinn. Pað var þó hann, sem hafði átt mestan þátt í þessu.
Og hann braut nú heilann af fremsta megtii um það, hvort
guð almáttugur gæti ekki haft einhverja afsökun.
Ef til vill væri það nú svoleiðis, þegar öllu væri á botninn
hvolft, að guð almáttugur héldi jörðinni okkar á hægri lófa sér
líkt og stóru fuglshreiðri, og ef til vill hefði honum svo smám-
saman farið að þykja vænt um alla þá, sem búa þar, um öll
heimsins varnarlausu börn. Ef til vill aumkaðist hann yfir þá,
sem hann hafði lofað að tortíma, eins og einbúinn aumkaðist yfir
fuglsungana.
Vissulega væru fuglar sínir miklu betri en mannkyn guðs, en
þó gat honum skilist, að guð kendi samt í brjósti um það.