Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 66
222 þroskuðu mönnum, náð tökum á honum og gjört hann reikandi í ráði. Annað veifið leizt honum ráðlegast að fleygja hreiðrinu með öllum ungunum út í fljótið, því honum fanst þeir vera sælir, er fengju að deyja lausir við sorg og synd. Ætti hann ekki að frelsa litlu ungana frá rándýrum og kulda, frá hungri og hverskonar eymd ? En í því hann var að velta þessu fyrir sér, kom valurinn á harða flugi og ætlaði að stinga sér rakleiðis ofan í hreiðrið til að ná sér í ungana. En þá greip Hattó ræningjann með vinstri hendi og slengdi honum af heljar afli út í fljótið. Loks kom sá dagur, að ungarn.ir urðu fleygir. Önnur máríu- erlan fór í hreiðrið til að ýta undir ungana, en hin flaug þar um- hverfis, til að sýna þeim, hve auðvelt þetta væri, ef þeir bara þyrðu að reyna. Og þegar ungarnir gátu samt ekki unnið bug á ótta sínum, fóru báðir foreldrarnir af stað og sýndu þeim allar sínar fegurstu fluglistir. Pau böðuðu út vængjunum og liðu áfram í löngum bugum, eða lyftu sér lóðrétt upp í geiminn eins og lævirkjar, eða hvíldu grafkyr í loftinu á titrandi vængjum. En þegar nú ungarnir eigi að heldur þorðu út, gat Hattó einbúi ekki á sér setið lengur að láta þetta afskiftalaust. Hann ýtti gætilega við ungunum með fingrinum, og þá var björninn unninn. Ut fóru þeir flögrandi en vandræðalegir; þeir börðu vængj- unum eins og leðurblökur, sigu niður, en hófu sig aftur upp á viö; brátt skynjuðu þeir, í hverju listin lá, og notuðu sér hana til að komast sem fljótast í hreiðrið aftur. Foreldrarnir komu nú niður tii þeirra, hróðug og fagnandi, og Hattó gamli brosti í kampinn. Pað var þó hann, sem hafði átt mestan þátt í þessu. Og hann braut nú heilann af fremsta megtii um það, hvort guð almáttugur gæti ekki haft einhverja afsökun. Ef til vill væri það nú svoleiðis, þegar öllu væri á botninn hvolft, að guð almáttugur héldi jörðinni okkar á hægri lófa sér líkt og stóru fuglshreiðri, og ef til vill hefði honum svo smám- saman farið að þykja vænt um alla þá, sem búa þar, um öll heimsins varnarlausu börn. Ef til vill aumkaðist hann yfir þá, sem hann hafði lofað að tortíma, eins og einbúinn aumkaðist yfir fuglsungana. Vissulega væru fuglar sínir miklu betri en mannkyn guðs, en þó gat honum skilist, að guð kendi samt í brjósti um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.