Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 67
223
Næsta dag var hreiðrið tómt og beiskja einverunnar lagðist
eins og farg á Hattó. Hægt og hægt féll handleggurinn niður
með hlið hans, og nú fanst honum öll náttúran halda niðri í sér
andanum, til að hlusta eftir dunum dómslúðursins. En í sama
bili komu allir fuglarnir aftur og settust á höfuð hans og axlir,
því þeir vóru ekki minstu vitund hræddir við hann. Pá brá alt í
einu ljósglampa fyrir í hinum hálfringlaða heila Hattós gamla.
Hann mundi nú alt í einu eftir því, að hann hafði látið hand-
legginn síga niður á hverjum degi, til að gæta að ungunum.
Og þarna stóð hann grafkyr og ungarnir allir sex vóru að
flögra og leika sér umhverfis hann, og hann kinkaði glaðlega
kollinum til einhvers, sem hann þó ekki sá. »Pú sleppur«, sagði
hann, »þú sleppur. Eg hef ekki efnt orð mín, og því þarft þú
heldur ekki að efna þín orð«.
Og honum virtist skjálftinn líða úr klettunum og fljótið leggj-
ast rólegt til hvíldar í farveg sinn.
Þýtt hefir
B. P. BLÖNDAL.
Einokun.
Pegar þú kemur þar í svcit,
sem þríment er á dauðri geit.
Og öllu snúið ófugt þó^
aftur og fram i hundamó.
JÓNAS HALLGRÍ MSSON.
Árið 1911 var sögulegt ár á Islandi.
I’aö var tvígilt júbílár. Pá var með hátíðahöldum um land
alt, minningarmerkjum, ræðum og ritum minst aldarafmælis tveggja
þjóðskörunga, sem mesta blessun hafa afrekað landi voru. I júní
var minst 100 ára afmælis Jóns Siguróssonar og í desember
200 ára afmælis Skíila Magnússonar, landfógeta. Annar þessara
manna, Skúli fógeti, hafði varið allri æfi sinni til þess, að berjast