Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 39

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 39
fellum tilhneigingu til bata. Petta er hin mikla huggun vor í baráttunni gegn berklaveikinni, og á því byggist aftur sú von, að henni verði ekki að eins haldið í skefjum, heldur einnig með tíð og tíma útrýmt úr veröldinni. En eigi það að takast — eigi sú hugsjón að rætast, þá dugir ekki fyrir alþýðu manna, að varpa allri sinni áhyggju upp á lækna- stéttina; hún ein megnar ekki að reisa rönd við veikinni, þótt hún væri altaf á verði og öllum þeim kostum búin, sem frekast er heimtandi af henni. Eins og það er ekki talið nægilegt mönn- um til sáluhjálpar, að hafa góðan prest og áhugasaman, ef menn vanrækja sjálfir það, sem að þeim efnum lýtur, eins er það ekki einhlítt í baráttunni við sjúkdómana, að hafa góða lækna. Allur almenningur verður að taka höndum saman við læknastéttina og rétta henni hjálparhönd. Pegar svo er komið, þá á það ekki langt í land, að sú hugsjón rætist, að berklaveikinni verði útrýmt úr landinu. Lög Móses og Hammúrabis. Eftir PETER HOGNESTAD. Lengi var það skoðun manna, að Móse-lög væri elzta lögbók í heimi. Síðan kom sú tíð, að menn héldu að lagasafn þetta gæti eigi verið frá dögum Móses, hérumbil 1300 árum f. Kr. Pað væri yngra. Mikill hluti laganna sé 800 árum yrgri en Móse. Og margir halda. að ekkert í lögunum sé frá dögum Móses, jafn- vel ekki boðorðin. En á síðustu tímum hefir orðið breyting á þessu. Gagnrýn- in (krítíkin) er nú orðin fúsari á að hugsa sér lögin frá dögum Móses, einkum boðorðin og »sáttmálsbókina« (2. Mós. 20—23), sem er safn siðalaga og þjóðfélagslaga. Ein af orsökunum til þessarar breytingar er sú, að menn hafa fundið stórt lagasafn, sem er miklu eldra en Móse-lög. Pað virð- ist því eigi lengur vera fjarstæða, að hugsa sér á dögum Móses þjóðfélagsskipun þá, er Móse-lögin bera vott um.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.