Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 39
fellum tilhneigingu til bata. Petta er hin mikla huggun vor í baráttunni gegn berklaveikinni, og á því byggist aftur sú von, að henni verði ekki að eins haldið í skefjum, heldur einnig með tíð og tíma útrýmt úr veröldinni. En eigi það að takast — eigi sú hugsjón að rætast, þá dugir ekki fyrir alþýðu manna, að varpa allri sinni áhyggju upp á lækna- stéttina; hún ein megnar ekki að reisa rönd við veikinni, þótt hún væri altaf á verði og öllum þeim kostum búin, sem frekast er heimtandi af henni. Eins og það er ekki talið nægilegt mönn- um til sáluhjálpar, að hafa góðan prest og áhugasaman, ef menn vanrækja sjálfir það, sem að þeim efnum lýtur, eins er það ekki einhlítt í baráttunni við sjúkdómana, að hafa góða lækna. Allur almenningur verður að taka höndum saman við læknastéttina og rétta henni hjálparhönd. Pegar svo er komið, þá á það ekki langt í land, að sú hugsjón rætist, að berklaveikinni verði útrýmt úr landinu. Lög Móses og Hammúrabis. Eftir PETER HOGNESTAD. Lengi var það skoðun manna, að Móse-lög væri elzta lögbók í heimi. Síðan kom sú tíð, að menn héldu að lagasafn þetta gæti eigi verið frá dögum Móses, hérumbil 1300 árum f. Kr. Pað væri yngra. Mikill hluti laganna sé 800 árum yrgri en Móse. Og margir halda. að ekkert í lögunum sé frá dögum Móses, jafn- vel ekki boðorðin. En á síðustu tímum hefir orðið breyting á þessu. Gagnrýn- in (krítíkin) er nú orðin fúsari á að hugsa sér lögin frá dögum Móses, einkum boðorðin og »sáttmálsbókina« (2. Mós. 20—23), sem er safn siðalaga og þjóðfélagslaga. Ein af orsökunum til þessarar breytingar er sú, að menn hafa fundið stórt lagasafn, sem er miklu eldra en Móse-lög. Pað virð- ist því eigi lengur vera fjarstæða, að hugsa sér á dögum Móses þjóðfélagsskipun þá, er Móse-lögin bera vott um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.