Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 49

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 49
125 23, 15—16), í Hammúrabí-lögum er ekkert, sem minni á orðin: sÞú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig«. (3. Mós. 19, 18). Móse-lögin bera jafnvel umhyggju fyrir dýrunum. Pér skuluð eigi slátra móður og afkvæmi hennar á sama degi (3. Mós. 22, 28), ekki sjóða kiðið í mjólk móður sinnar (2. Mós. 23, 19) og «Pú skalt ekki múlbinda uxann, er hann þreskir (5. Mós. 25, 4). Hammúrabí talar í 245—248 grein um illa meðferð á akdýrum. En hann nefnir að eins skaðabætur til eigandans, en minnist ekki með einu orði á, að slík meðferð á dýrum sé ljót. Hammúrabí-lögin eru hrein og bein veraldleg lög. Aðeins 2. grein snertir að nokkru leyti trúna. I henni er lögð hegning við því, að kæra mann fyrir fjölkyngi. Hammúrabí hefir reynt að stemma stigu fyrir göldrum, eins og Gúdea konungur gamli hafði reynt að gera. Fjölkyngin reyndi ávalt að hefja trúarbrögð Ba- býlóninga. En Bíleam varð að játa, að hjá Gyðingum væri eng- in fjölkyngi (4. Mós. 23, 23). Hammúrabí er eigi ámælisverður fyrir það, að hann gefur að eins veraldleg lög. Pað er ef til vill menningar merki, að hann sleppir úr lögunum öllu, er snertir trúarbrögð og trú. Eað hafa ef til vill verið til sérstök lög um trúarbrögð í Babel. I Móse-lögunum kemur fram sama sérstaka verkefnið, sem Gyðingaþjóð hefir haft í mannkynssögunni. Gyðingaþjóðin átti eigi að skapa sjálfstæða menning, en koma fram með sjálfstæð trúarbrögð og veita þeim gildi. Pessa samsteypu trúarbragða og menningar, sem leiðir af verkefni þessu, sjáum vér og í Móse- lögum. í þessu efni stendur iMóse aleinn sér í heiminum eftir sem áður, þótt menn nú þekki Hammúrabí. Móse vill byrgja uppsprettu lagabrotsins (girndina): aPú skalt eigi girnast neitt af því, sem náunga þínum tilheyrir« (2. Mós. 20, 17). í Móse-lögum lifir trúarhugsunin og gengur eins og »rauður þráður« gegnum öll lögin. Lagabrotið er synd gegn guði. Pað er sterkasta ástæðan, sterkasta hvötin til að halda lögin. í Hammúrabí-lögum er ekkert, sem snertir samvizkuna. En Móse-lögin stinga sálina eins og tvíeggjað sverð og áminna sam- vizkuna. Móse-lögin hafa »orðið tyftari vor tilKrists« (Gal. 3, 24). Sakir þessa trúa menn Móse, þegar hann segir, að hann hafi fengið lögin frá guði. Eau koma frá guði og leiða til guðs. Pau 9

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.