Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 1

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 1
Þrjátíu ára stríðið. I. 0. G. T. á Islandi 1884—1914. Eftir PÉTUR ZOPHÓNÍASSON. Vor Regla var hugsjóti í heimsins ónáð fœdd, við hœttur og þrautir, við stríð og sigur glœdd. Sá neistinn smár er orðinn brennheitt bál, v sem birtir, vermir yngjandi marga sál. GUÐM. MAGNÚSSON. I. STOFNUN REGLUNNAR Á ÍSLANDI. Hinn i. janúar 1915 öðluðust lög um aðflutningsbann á áfengi til íslands fult gildi, og komu til fullra framkvæmda. Atburður þessi er, hverja skoðun sem menn annars hafa á lögunum, stór- merkur í sögu þjóðar vorrar, og hans hlýtur ávalt að verða minst, er saga þessara ára verður skráð. Eg álít því vel við eiga, að skýra frá sögu þess félagsskapar á Islandi, sem nærfelt eingöngu má þakka lög þessi, starfsemi þess og framþróun. Pað er ekki ný bóla, að rætt sé og ritað um áfengisnautn Islendinga, og að hinir vitrustu og beztu menn þjóðarinnar, eins og það er daglega orðað, setjist á rökstóla, til þess að finna hin beztu ráð við ófögnuði þeim, er brennivín nefnist. Á 17. og 18. öld var altaf verið að ræða um framfarir landsins. Eitt af því, er þá var talað um, var, hvernig ætti að sporna við brennivíns- drykkjunni. En aldrei voru fundin nein þau ráð, er til fram- kvæmda kæmust, og að verulegu gagni yrðu. Jón biskup Árna- son í Skálholti gerði miklar tilraunir til þess, að bannabur yrbi all- ■ur abflutningur á áfengi til landsins, og í bréfabókum hans eru mörg bréf um það efni; en hann fékk því ekki framgengt. I lok 18. aidarinnar (1785) voru þeir Hannes biskup Finnsson og Stefán

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.