Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 4

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 4
i6o urlandsi. Og í 4 ár nutu þau ofurlítils styrks úr landssjóði. IJau hafa oft, einkum árin 1907—9, starfað að öllu leyti með Góð- templarareglunni. Séra Magnús undirbjó jarðveginn fyrir Góð- templararegluna, og allir íslenzkir bindindismenn hljóta ætíð að minnast hans með ást og virðingu, enda á hann það fyllilega skilið. Hann var einn þeirra manna, er meira hugsa um heill og hag meðbræðra sinna, en sinn eiginn. Laust eftir 1880 kom upp til Akureyrar norskur skósmiður, er Ole Lied hét. Hann var meðlimur Reglunnar í Noregi, og hafði umboð frá yfirmanni hennar, til þess að stofna stúkur, á íslandi. Hið fyrsta, er bólar á Reglunni á íslandi, er, að Lied skrifar í »Fróða« 22. nóv. 1883, og hvetur menn til þess, að gerast góðtemplarar, og lét hann fylgja blaðinu prentaða ritgjörð: »Hvers vegna ég gerðist Musterismaður«, og var hún síðar prentuð í »Norð- anfara« 12. jan. 1884. Reyndi hann að fá menn til þess, að ganga í þennan félagsskap, og tókst það. Hinn 10. janúar 1884 stofnaði Lied fyrstu góðtemplara- stúkuna á íslandi, og hlaut hún nafnið ísafold nr. 1. Var hún stofnuð á Akureyri í húsi Frið- bjarnar bóksala Steinssonar, og voru stofnendurnir tólf að tölu. Af þeim eru þjóðkunnir þeir Fribbjörn bóksali Steinsson og Asgeir konsúll Sigurðsson. Engan þeirra hefir þá grunað, hve djúp og víðtæk áhrif þetta litla og fámenna féiag þeirra mundi á skömm- um tíma hafa á íslenzku þjóðina. En áhugi þeirra fyrir málinu var afarmikill, og stúkan Isafold inti þá, og innir enn, af hendi mikið og gott starf í þágu þessa málefnis. Að Ole Lied tókst að stofna þessa stúku, er án efa fyrst og fremst að þakka As- geiri Sigurðssyni. Hann ólst upp á Skotlandi, hjá Jóni Hjaltalín, þá bókaverði þar, síðar skólastióra á Möðruvöllum, og hafði þar verið meölimur í barnadeild Góðtemplarareglunnar. Hann þekti Regluna talsvert, og varð þá strax aðalmaður templaranna. Hann hafði gengið í skozka skóla, og síðar lokið prófi frá

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.