Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 8

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 8
164 staklega gættu þeir þess vendilega, að ekkert af siðum þeirra gæti komist til þeirra, er eigi hefðu rétt til að vita þá. fað var fyrst 27. júlí 1885, að stúkan Verðandi nr. 9 tók inn sem með- lim fyrsta kvenmanninn, Þorbjörgu Hajiibadóttur, sem enn í dag er félagi stúkunnar. Og brátt bættust við allmargar konur, svo að 1. febr. 1888 voru 189 kvenmenn orðnir meðlimir Reglunnar, en meðlimir hennar voru þá alls 664. Það var því rúmlega 4. hver meðlimur kvenmaður. En einkennilegt er það, að í Norður- og Austuramtinu var enginn kvenmaður meðlimur Reglunnar. þær hafa ekki lært það jafnsnemma og kynsystur þeirra á Suð- urlandi, að brennivínið leiðir ekki síður ógæfu og bölvun yfir kvenþjóðina en karlmennina. Pær þurftu líka að hafa talsverðan hug og djörfung, konurnar þær, er gerðust félagar Reglunnar. Pær voru margar, lygasögurnar, er spunnar voru saman um templarana á þeim árum, og það var margt ófagurt, er þeir áttu að hafast að á fundum sínum. Pví var jafnvel fleygt, að þeir dönsuðu þar allsberir! Og það var ljóta gamanið! Og það var eðlilegt, að lygasögurnar gengju manna á meðal. Til hvers áttu þessir menn að vera að halda fundi í hverri viku? Fólk gat ekki skilið, að þeir hefðu nokkuð með svo marga fundi að gera. Og svo var líka svo mikið hulið og leyndardómsfult við fundina. Nú hagar þessu máli öðruvísi. Pað hafa svo margir gengið í Regluna, að flestir þekkja siði hennar og venjur, og því ekki lengur hægt, að semja skröksögur um þau efni. Pað verður að finna eitthvað nýtt! Nákvæmar skýrslur um meðlimafjölda í Reglunni, og annað frá þessum árum, eru ekki til. En þegar Stórstúkan var stofn- uð, voru meðlimir Reglunnar taldir 542 í 22 stúkum.1) II. STOFNUN STÓRSTÚKUNNAR OG FYRSTU ÁR HENNAR, 1886—1889. Templarar urðu þess brátt varir, að það var miklu betra, að fá yfirstjórn bindindismálanna og reglumálanna meira inn í landið sjálft. Pví var oft núið mönnum um nasir, að Reglan Um sögu Reglunnar þessi ár má finna í Minningarriti Góðtemplara, Rvík 1909, bls. 31—38, 86 og 139—140, og í Templar 1907, tölubl. 24.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.