Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 10
son. Annað stærsta málið var blaðmálið. Skúli Thóroddsen bar fram tillögu um að setja nefnd, til að íhuga, hvort nokkurt blað skyldi út gefa. Var nefnd kosin, til að íhuga það, og varð sú niðurstaða nefndarinnar, að skrifað væri iðulega í helztu blöð landsins, eða þá, að Stórstúkan leigði lítinn part í hinu útbreidd- asta blaði landsins, til að birta skoðanir sínar í. En nefndin hef- ir þó ekki verið sammála um þetta efni, því P. Thóroddsen lagði til, að Stórstúkan reyndi að fá útgefanda að bindindistímariti, sem hún hefði ritstjórn að, þó með litlu eða engu tillagi frá Stórstúkunni. Margar fleiri tillögur komu fram, og var loks sam- þykt, að Stórstúkan gæfi út bindindisrit, >svo framarlega sem 400 áskrifendur fást fyrir 1. ágúst næstk.«. En að öðru leyti var framkvæmdarnefndinni falið málið. Og um haustið byrjaði blaðið að koma út, og var nefnt »íslenzki Good-Templar», og með því nafni komu út 7 árgangar af blaðinu. Var fyrst þriggja manna ritnefnd fyrir blaðinu, Jón Ólafsson (I, 1 — 6, I, 11—II, 8), Indriði Einarsson, Eórhallur Bjarnarson (I, 1 —10) og Guðlaugur Guðmundsson (I, 7—II, 8), en með II. árg. 8. blaði verður Ind- riði Einarsson einn ritstjóri blaðsins, og var það í eitt ár. Urðu þeir Jón og Guðlaugur þá aftur ritstjórar þess til ársins 1890. Pað hefir jafnan gengið svo um blað Reglunnar, að það hefir átt erfitt uppdráttar. Stundum hefir Stórstúkan kostað það að öllu leyti, og það orðið henni afardýrt. Árin 1897—1899 hefir hvert númer (örk) (er það er frá dregið, er inn kom) kostað kringum 39 krónur; en þá gaf hún sjálf út blaðið. Vitanlega varð það til þess, að það var selt á leigu. En altaf hefir blaðið komið út, og er nú með fjórða nafninu, »Templart, og selt á leigu með 250 króna meðgjöf á ári. Pegar litið er á það, hve illa blaðið hefir borið sig, þá er ekki að furða, þótt blaðmálið hafi oft síðar verið meðal helztu mála Stórstúkunnar, og að skoðun meirihluta nefndarinnar 1886 hafi komið fram oftar en einu sinni í Stórstúk- unni. En í hvert sinn, er hún hefir komið fram, hefir hún verið kveðin niður, og blaðið hefir því fyrir góðvild ýmsra templara getað lifað fram á þennan dag. Stofnfundur Stórstúkunnar var haldinn í lestrarsal alþingis; hafði landshöfðingi Magnús Stephensen góðfúslega léð húsið og fékk þakkarávarp fyrir. Starfsmenn voru kosnir til tveggja ára, og urðu aðalstarfs- mennirnir Björn Pálsson stórtemplar, Jón Ólafsson stórkanslari

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.