Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 11

Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 11
167 og Indriði Einarsson stórritari. En Björns naut ekki lengi við í þessu starfi. Hann flutti alfarinn til Skotlands í ágúst, og tók Jón Ólafsson þá við stórtemplarsstarfinu, og gegndi því til næsta þings, 1888. Pegar litið er á þessi tvö fyrstu ár Reglunnar, þá er það al- veg undravert, hve vel Jóni Ól. hefir tekist að stjórna Reglunni, og stýra málefnum hennar til sigurs. Má það þakka hans mörgu og miklu hæfileikum, en ekki hvað sízt því, að hann mun vera einna fremstur í fylking með að skilja og þekkja til hlítar lög, reglur og venjur Reglunnar. Þegar Stórstúkan tók við, átti það svo að heita, að 22 stúkur væru lifandi, og að þær hefðu 542 meðlimi. Eu er Stórstúkan tók til starfa, þá kom það strax í ljós, að ýmsar af þessum stúkum voru ekki nema nafnið eitt. Þær höfðu aldrei verið annað en bind- indisfélög, og þau höfðu aldrei skilið Regluna. Pegar Stórstúkan var stofnuð, þá leiddi nokkurn kostnað af því, ferðakostnað aðal- lega. Pessum kostnaði var jafnað niður á stúkurnar. En þó hann væri ekki mikill, þá var áhuginn og skilningurinn á málefninu ekki meiri en svo, að margar stúkurnar kusu heldur að leggja niður starf sitt, en að greiða þennan kostnað. í*egar J. Ól. gaf skýrslu sína til þingsins 1888, þá minnist hann á þetta atriði, og farast þá svo orð: »Satt að segja hefir Regl- an búið að því, fram til þessa, hve illa hún hefir verið stofn- uð1) hér á landi. Enginn af þeim, sem höfðu á hendi stjórn Reglunnar, áður en St. St. var stofnuð, hefir haft neina kunn- áttu eða þekkingu, eða einu sinni áhuga, á Reglunni. ?að er harður dómur, en órækur; hefði áhugi lifað hjá þeim á Regl- unni, þá hefði hann fyrst og fremst hlotið að lýsa sér í því, að hann hefði knúð þá til að kynna sér eðli og fyrirkomulag Reglunnar, og reyna að skilja það, reyna að þekkja lög, reglur og venjur hénnar og störf. Hið sanna ástand Reglunnar hér á l) Leturbreytingin er hans.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.