Eimreiðin - 01.09.1915, Side 13
169
var honum stranglega hegnt, enda kom það örsjaldan fyrir.
Pessi leyndardómsblæja, er hvíldi yfir starfinu, var vitanlega vel
til þess fallin, að vekja forvitni manna, og þá líka, ef til vill, oft
og tíðum löngun til að kynnast félaginu nánar. En hún var líka
vel fallin til þess, að fólk gæti breytt út óhróðurssögur um
templara. »Nú eru þær 9 óléttar í stúkunni,« kvað sagt hafa
verið einu sinni. En svo reyndist engin ólétt. Vestfirðingar
héldu, að um galdra og gjörninga væri að ræða, Sunnlendingar
um óguðlegar samkomur og dansa, Norðlendingar um tómt trú-
arstagl og kreddur, en Austfirðingar vissu hvorki út eða inn —
frá almennu sjónarmiði! En einmitt þessar skammir og óvinátta
8. Stefanía Guðmundsdóttir. 9. Ámi Eiríksson.
út á við var styrkur Reglunnar. Meðlimir hennar héldu miklu
fastar og betur saman, en ella hefði verið, eða verið hefir hin
síðari árin. Og því er sennilegt, að aldrei hafi verið meiri þrótt-
ur og dugur í félaginu, en einmitt þau ár. Og hafi nokkurntíma
ríkt bróðurandi innan vébanda Reglunnar, hefði það átt að vera
þau árin. En þekkingin á Reglunni fór sívaxandi, og brátt vissu
menn, að sögusagnirnar vora ekki sannar.
Sumt af því, er þau árin var fundið að Reglunni, hefir altaf
verið að henni fundið af einstökum mönnum. Eað er trúarblær-
inn, sem er yfir störfum og siðum Reglunnar. Og þó er miklu
minni trúarblær yfir starfinu á Islandi, en t. d. á Bretlandi. Á
íslandi láta templarar sér nægja, að kalla hver annan bróður og
systur á fundunum, en haga sér svo ekki sem góð og ástrík
systkin utanfunda. En Bretar segja í daglegu ávarpi bróðir og