Eimreiðin - 01.09.1915, Page 14
170
systir, þó utan funda sé; þaö hafa flestir brezkir templarar, er
ég hefi kynst, aö minsta kosti gert. Nú er þetta að taka breyt-
ingum; trúarblærinn er sumstaðar, t. d. í Svíþjóð, alveg horf-
inn, því nú mega Stórstúkurnar sjálfar að mestu ráða siðum
sínum.
En það, sem ef til vill mest af öllu breytti almenningsálitinu
á Reglunni, var dugnaður sá, er templarar sýndu. Þessi árin var
enginn verulega stór fundarsalur til í Reykjavík. Stúkan »Eining-
in« leigði stærsta fundarsalinn — í Glasgów —, sem hægt var
að fá. Og til þess að standast straum af leigunni og fá fé inn í
hússjóð, þá léku stúkufélagarnir sjónleiki. Par byrjuðu þau frú
10. J. A. Mathiesen. 11. Sigurgeir Gíslason.
Stefanía Guðmundsdóttir og Árni Eiríksson kaupmaður að
leika, og má þá eflaust segja, að það hafi verið upptökin til
þess, að »Leikfélag Reykjavíkur« varð síðar stofnað, 1893.
Pau Árni og Stefanía hafa oft síðar stutt Regluna með leik-
list sinni, bæði með því, að leika til ágóða fyrir Regluna, og
með því, að skemta á stúkufundum. Og Reglan á þeim báðum,
eins og fjöldamörgum fieirum, afarmikið að þakka. En það fór
svo fyrir »Einingunni«, að húsið varð oflítið — hún sprengdi það
utan af sér. Og þá fundu hinir hugumstóru Einherjar það snjall-
ræði, að rétt væri af Reykiavíkurstúkunum að byggja sér hús,
stórt hús, sem hefði stærsta fundarsalinn í bænum. Og eftir
mikið þjark og stapp tókst þeim að fá »Verðandi« til að fylgja
sér að málum, og var húsið bygt suður í Tjörninni. Tjörnin var
fylt upp, meðlimirnir gerðu það að vetri til í frjálsum dagsverk-