Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 15

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 15
um endurgjaldslaust. Með þessari húsbyggingu stóð Reglan fyrst verulega föstum fótum í Reykjavík; og þeir, er fyrir því máli bundust, Jón Olafsson, Borgþór Jósefsson, Porvarður Porvarðs- son o. fl., unnu Reglunni ómetanlegt gagn með því starfi sínu. í Hafnarfirði störfuðu templarar eins og hetjur. og þar höfðu þeir og reist sér stórt og voldugt fundarhús. Munu þeir Sigur- geir verkstjóri Gíslason, Jón verzlunarmaður Mathiesen og Sveinn Aubunsson sjómaður aðallega hafa barist fyrir því. Beir hafa allir í mörg ár verið framarla í templarasveit Hafnfirðinga, og sum árin hefir starfið alveg hvílt á þeirra herðum. Begar minst er templara utan Rvíkur, eru nöfn þeirra ofarlega á blaði, og allir hafa þeir starfað mikið að Stórstúkumálum. Árið 1891 áttu 4/s af stúkunum fundarhús, og víða út um land voru hús Reglunnar líka notuð sem samkomuhús fyrir sveitina og barnaskólahús. Reglan hefir -því í þessu efni unnið landinu mjög mikið gagn. Pessar húsabyggingar Reglunnar munu ekki hvað minst hafa stutt að því, að álitið á henni breyttist. Menn viðurkendu, að hér væri um duglegt félag að ræða, félag, sem væri bæði nyt- samt og göfugt, og sem þrátt fyrir »sérkreddur« sínar um áfeng- ið ynni landinu mikið gagn. I stað hæðninnar, er áður var beitt við félagið, og lítilsvirðingar, naut það nú virðingar og trausts þjóðarinnar. Og 1893, eða 7 árum eftir að Stórstúkan var stofn- uð, fékk hún sér af alþingi veittar 500 krónur á ári til starfa sinna. Má af því draga þá ályktun, að hún þá hafi verið komin í meirihluta hjá þjóðinni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.