Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 16

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 16
I 72 Strax á fyrstu árum Stórstúkunnar fór hún að gefa gautn barnastarfseminni, og barnastúkur voru stofnaðar. Og er Jón Olafsson lét af stórtemplarastörfum 1S88, var meðlimafjöldinn 664 fullorðnir + 169 börn = 833. Á stórstúkuþingi 1888 var Guilaugur Gubmundsson kosinn stórtemplar, Hjdlmar Sigurðsson, amtskrifari, stórgæzlumaður ung- templara, Magnús Zakaríasson stórritari og Sigurður Jónsson, fanga- vörður, stórgjaldkeri, og gegndi hann þeim starfa til 1895, og svo aftur 1897—1903. Sigurður heitinn var stakur áhugamaður um bindindismálið, trúr og tryggur, þar sem alstaðar annarstaðar, í breytni sinni. Vann hann með alúð að starfa sínum og vildi láta sem mest gott af sér leiða. Magnús heitinn starfaði þessi ár mikið að Reglumálum; var hann dugnaðarmaður mesti, en hans naut því miður of stutt við. Hjálmar heitinn var vakinn og sofinn í að hugsa um Regluna, og tel ég efamál, hvort nokk- ur annar maður hefir haft jafnmiklar nýjar hugmyndir til fram- kvæmda, bæði inn á við, til að fjörga og lífga félagslífið, og út á við, til að auka og efla viðgang þess. Hann vann ákaflega mikið fyrir Regluna, var í óteljandi nefndum, og ritaði aragrúa af blaðagreinum, bæði í ísafold, Fjallkonuna og Templar. Næsta stórstúkuþing var haldið 1889. Var þá breytt um flesta æðstu embættismennina, nema Guðlaug. En þegar næsta stórstúkuþing. 1891, var haldið, var enginn þeirra í starfi sínu, nema ef segja má svo um Ólaf Rósenkranz. Fyrsti varamaður stórtemplars var kosinn Gestur Pálsson, en 2. varamaður (vara-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.