Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 17

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 17
i73 templar) Ólafur Rósenkranz. En báðir þessir menn (stórtemplar og i. varatemplar) fóru burtu úr Rvík, og lögðu því niður em- bætti sín, og Ólafur varð stórtemplar. Hafa önnur eins forföll — burtfarir — aldrei steðjað að Reglunni, sem þau ár — i af 7 eftir! Á þessum árum var nokkuð unnið að útbreiðslu Reglunnar, en mestu af vinnunni var þó varið til að efla félagið inn á við. Pað var gengið til fulls frá lögum fyrir St. St., siðbækur prentaðar, bannað hvítt öl til drykkjar, og síðast, en ekki sízt, var stofnuð sambandsstúka — Stigmusterið — fyrir stúkurnar í Rvík. Pessi nýi liður starfaði í nokkur ár, voru það einkum Ól. Rósenkranz, Árni Eiríksson og Jónas Jónsson, þinghúsvörður, — eini stofnandi Einingarinnar, sem enn er meðlimur hennar, — sem störfuðu þar. Aðalhlutverk Stigmusterisins var, auk samkvæma og skemt- ana, að koma á fót bindindisbókasafni, og var Jónas þar fremst- ur í flokki. En þegar þessi liður hætti störfum, þá lagði Jónas starfið niður, og varð þá enginn til að hugsa um bókasafnið, svo það lá í dái, og hefir því síðan varla verið sýndur neinn sómi, svo teljandi sé. En eigi templarar að geta frætt og upplýst svo vel sé um áfengið frá hverskonar sjónarmiði, þá þurfa þeir að koma því aftur á fót. Safnið misti mikið, er Jónas hætti starfi sínu við það; en oft hefir Jónas skemt með gamanvísum sínum á stúkufundum. Á Stórstúkuþinginu 1888 er í fyrsta sinn hreyft aðflutnings- banni d ájengi. Eru’ það Hjálmar Sigurbsson og Magnús Zakarías- son, er flytja það inn í Stórstúkuna. Báru þeir þar fram svo- hljóðandi tillögu: »Stórstúkan Jelur JramkvæmdarneJndinni á hendur, að semja Jrumvarp til laga, er leggi algjört bann Jyrir aðflutning og sölu ájengra drykkja, og gjöra ráðstajanir til pess, að pab verbi boriö upp á nœsta alpingi.a Var tillaga þessi samþykt í einu hljóði, en ekki er hægt að sjá, að hún hafi borið nokkurn árangur, eða að frumvarpið hafi verið samið. Árið eftir, 1889, var aftur á Stór- stúkuþinginu rætt um aðflutningsbann, en þá var engin ákvörðun tekin. Eetta er í fyrsta sinn, sem þetta mál var rætt í St. St., og get ég þess hér af því, að það mun harla almenn skoðun, og það jafnvel meðal templara, að þetta mál hafi fyrst verið al- varlega rætt í St. St. 1901 —1903. Blaðið hafði minst á þetta mál, en í sambandi við annað, og án þess sérstaklega að halda því fram. Gæti ég trúað því, að Hjálmar hafi verið sá, er einna 12

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.