Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 27

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 27
i83 koma í veg fyrir þann tekjumissi, sem landssjóður hefði af inn- lendri áfengis-»fabrikation«, eins og forleifur Jónsson (póstaf- greiðslumaður) orðaði það á alþingi 1899 (Alþt. 1899, A, 173). En þessi síðari ástæða er trauðla rétt; hitt mun fult eins rétt, að álykta, eins og þeir dr. Valtýr Guðmundsson og Tryggvi Gunn- arsson gerðu 1895, að sauðvitað yrði lagður jafn-hár bruggara- skattur [á brennivíns- og ölgerðarmenn, sem svarar innflutnings- tollinum«. En engir lögðu neina sérstaka áherzlu á lögin, og andbanningar munu þá hafa litið svo á, að þau væru meinlans og gagnslaus, því brennivínsgerð kæmist ekki á á íslandi. £n þessi lög eru án efa eins mikils eða meira virði fyrir bindindis- 26. Haraldur Níelsson. 27. Sigurður Sívertsen. starfið á íslandi eins og bannlögin sjálf, að öllu athuguðu, þó ó- líkt hægara væri að fá þau. En um hvortveggju þessi lög má segja, að þau séu uppskera af því fræi, er sáð var á árunum 1891—1897. Og Reglan sem slík starfaði ekki með neinu sér- stöku afli að því að fá þau. A Stórstúkuþinginu 1897 voru sam- þyktar ýmsar tillögur, er snertu héraðssamþyktabann, undirskriftir og því um likt. En mest af þeim var ekki annað en dauður bókstafur, er lítil eða engin áhrif hafði út á við. En það, sem markar þessi ár, einkum fyrstu tvö árin, sem merkisár í sögu Reglunnar, er og verður, síðast en ekki sízt, hversu Indriða tókst, með aðstoð annarra góðra manna, að fá fólk til að ganga í Regluna. Pað lítur svo út, sem það hafi þau árin verið »móðins«, að vera templar. Alt yngra fólkið þyrptist í Regluna, og fjörið var svo mikið, að húsið í Rvík rúmaði ekki

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.