Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 29

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 29
i85 störfuðu þessi ár ákaflega mikið Sigurbj. Á. Gíslason, kand. theol., Ólafía Jóhannsdóttir, Jóhann skáld Sigurjónsson, og síðast, en ekki sízt, Sigurbur Júl. Jóhannesson, er mun, að fráteknum stórtemplar, hafa átt mestan þátt í hinu mikla fjöri, er þá var í Rvíkurstúk- unum. Samhliða þessu fjöri risu upp innanfélags-óeirðir, en þær urðu aðeins til þess, að auka á áhugann fyrir fundarsókninni og gera menn enn duglegri og ósérhlífnari. Og samhliða því, sem þetta líf var í stúkunum í Rvík, þá óx Reglunni fiskur um hrygg um land alt. Fyrstu tvö árin voru stofnaðar 37 nýjar stúkur, og öll árin voru alls stofnaðar 50 nýjar stúkur. Voru regluboðendur þessi ár sérstaklega margir, og var vikið frá þeirri gömlu reglu, 30. Séra Guðm. Einarsson. 31. Sigurður Eiríksson. að hafa sérstakan regluboða, en aðallega hugsað um, að fá dug- legan mann í hverju héraði. Peir, er mest störfuðu að regluboð- uninni þessi ár, voru Sigurður regluboði Eiriksson, er stofnaði 10 undirstúkur, Helgi Sveinsson, bankastjóri á Isafirði, er stofnaði 7; séra Bj'örn Porláksson á Dvergasteini stofnaði 5, Ólafur N. Moller, verzlunarmaður á Blönduósi, 4 og þeir Indriði og Sigurbjörn sín- ar 3 hvor þeirra. En af þeim öllum, er við regluboðunarstarfið hafa fengist, hefir Sigurður Eiríksson reynst lang-duglegastur og giftudrjúgastur. S. Eir. er heldur vel máli farinn á fundum, held- ur snotrar ræður, en er þó enginn ræðusnillingur. En það er ein- hver hulinn kraftur, sem gerir það að verkum, að hann hefir reynst öllum öðrum betri »agitator«. Hann hefir, eins og einn vinur minn eitt sinn sagði, »lag á að tala við karlana,« einkum er hann má vera í næði, að tala við þá einn og einn fyrir sig.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.