Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 38

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 38
194 V. ÁRIN 1903—1909. Aðalverk Stórstúkunnar þessi ár var aðflutningsbannið, og með árinu 1903 hefst að nýju glansöld í sögu Reglunnar. Indriði Einarsson var orðinn þreyttur sem stórtemplar, og Reglan stóð hérumbil í stað tvö síðustu stjórnarár hans. En árið 1903 var Párbur Jhóroddsen læknir kosinn stórtemplar, og gegndi hann því starfi þessi ár, og leiddi málið til sigurs. Mest af tímabilinu var kona hans, Anna Thóroddsen, stórvaratemplar. Deilurnar um aðflutningsbann eða vínsölubann höfðu staðið árin 19O1 —1903 meira og minna í öllum stúkum landsins, eink- 37. I*. J. Thóroddsen. 38. Anna Thóroddsen. um og sérstaklega í Rvíkurstúkunum, því þar voru flestir leið- togarnir með vínsölubanni. Indriði Einarsson var enn sem fyr eindreginn bannmaður. í skýrslu sinni til Stórstþ. lagði hann til, að unnið væri að aðflutningsbanni. Hann »óttaðist, að pantanir kæmu í stað sölunnar nú, og að hér kæmist það ástand á, að allir, sem verzluðu og pöntuðu vörur, smeygðu í bréfin með pöntunum sínum pöntunum á vínföngum frá viðskiftamönnum. Eftir nokkurn tíma kynni svo hver verzlun á landinu að leika þessa list, og síðara ástandið yrði þá lakara hinu fyrra«. En það var ekki talið líklegt, að bannmenn mundu verða í meiri- hluta á Stórstþ., þó þeir eflaust væru í stórum meirihluta meðal bindindisvina víðsvegar um landið. Pað sást bezt og greinilegast á málfundi, er nokkru áður (15/is 1902) var haldinn í Rvík að minni tilhlutan, þar sem, þrátt fyrir það, þó aðalræðumennirnir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.