Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 39

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 39
!95 héldu fram vínsölubanni, var með öllum greiddum atkvæðum {troðfult Iðnaðarmannahúsið) gegn io atkv. samþykt tillaga með aðflutningsbanni, og mátti þó heita, að ekkert væri fyrir henni talað. Pað voru því margir templara, er bjuggust við því, að vínsölubann mundi sigra í St. St, og ég man, að Indriði sagði við mig, að það væri kraftaverk, ef ég gæti fengið aðflutn- ingsbann samþykt þar. Eg hét að gera hvað ég gæti, og ég hafði þann kost, að vera »údæll og útrauður*, og stóð á sama, við hvern var að etja. Og ég tók, þegar er fulltrúar komu, að undirbúa málið, ásamt Davfí) 0stlund, ritstjóra, og Sigurði Eiríks- 39. Jón Árnason. 40. Pétur Zophóniasson. syni; en auk þess aðstoðuðu þar dyggilega margir aðrir, t. d. Jón Arnason, Sveinn Jónsson og /isgrímur Magnússon barnakenn- ari. I nefnd þeirri, er hafði með málið að sýsla á þinginu, sátu þeir Haraldur Níelsson, Sig. Jónsson barnakennari, Ilelgi Sveins- son, Ásgeir Pétursson kaupmaður og Guðm. Björnsson landlækn- ir, og var hann framsögumaður nefndarinnar. Nefndin lagði til, að skorað væri á alþingi, að setja milliþinganefnd í málið, þar sem »engar líkur væru til þess«, að alþingi í sumar samþykti lög um aðflutningsbann eða vítisölubann. Eg kom ásamt 21 fulltrúa með breytingartillögu um, að fela framkvæmdarnefndinni að leggja frumvarp til laga um aðflutningsbann fyrir þingið, og bað jafnframt um nafnakall. Pað var nafnakallið, er reið bagga- muninn. Pingið sátu 40 fulltrúar, og tillaga frá 22 fulltrúum var sjáanlega samþykt. En þegar nafnakall er ekki viðhaft í Stór-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.