Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 44

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 44
200 lyfjabúðirnar. Þegar lögin frá 1899 komu til framkvæmda, hættu smátt og smátt margar verzlanir að flytja áfengi, svo að t. d. á Austfjörðum var engin áfengisverzlun. En lyfjabúðirnar máttu selja áfengi, hoffmannsdropa o. þ. u. 1. eftir læknisseðli. Og er læknisseðill var fenginn, þá var sami seðill notaður aftur og aft- ur. Að þessum ófögnuði kvað sumstaðar mjög mikið, og var eitt af því, er templarar höfðu að berjast við. En landlæknir Guðm. Björnsson skar á þann Gordíoshnút með því, að banna lyfsölum að selja áfengi, hoffmannsdropa, kamfórudropa eða uaftadropa, oftar en einu sinni eftir sama lyfseðli. Og sú fyrir- skipun hefir fullkomlega ráðið bót á þessum ófögnuði — því ó- fögnuður var það, frá hvaða sjónar- miði sem á það er litið. Mörg fleiri mál hafði Reglan þá með höndum, húsabyggingar o. fl., er ég finn ekki ástæðu til að skýra frá hér. En þegar litið er á þing- tíðindi Stórstúkunnar frá þessum árum, þá er það bersýnilegt, að Reglan hefir aldrei staðið með öðr- um eins blóma og árin 1903—II, og efa ég ekki, að bannmálið hafi átt drjúgan þátt í því. »Good-Templar« var þá breytt að nafni, stærð og efni. Var hann gerður að hálfsmánaðarblaði í stóru broti og fréttarúm hans auk- ið mikið, og nafninu jafnframt breytt í »Templar«, og heldur hann því enn. Hefir blaðið eftir stærð aldrei verið Reglunni jafn- ódýrt og þau árin, 1904—1907. Útgefendur hans voru þá Por- varður Porvarðarson, Guðmundur Gamalíelsson bóksali og ég. Var stefna hans eindregin bannstefna, enda fylgdum við útgef- endurnir henni allir. Guðmundur hefir um mörg ár verið mjög starfandi meðlimur og lagt mikið í sölurnar fyrir bindindis- málið. Eins og ég gat í upphafi þessa kafla, var það 1903, að Stórstúkan tók fyrst ákvörðun um aðflutningsbannið, og var framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar falið málið. í framkvæmdar- nefndina þá voru, auk Pórðar, Borgþórs, Jóns Árnasonar og Indriða, kosnir ýmsir menn út um land (Helgi Sveinsson, Ásgeir 48. Guðm. Gamalíelsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.