Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 48

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 48
204 Var »Templar« þá lang-útbreiddasta blað landsins, en gaf Stór- stúkunni vitanlega lítið í aðra hönd, er blaðið var gefið, og var því all-dýrt fyrir hana, kostaði um 5100 kr. bæði árin. Að sumu leyti var Reglan all-vel búin undir orustuna. Meðal annars hafði hún að minni tilhlutan fengið sér samband í öllum hrepp- um landsins, og var mesti styrkur að því. En hinsvegar var fjárvant. Hið minsta, er áætlað var, að Stórstúkan þyrfti að borga, var 12—15,000 kr. (og það varð meira); en í sjóði var nærfelt ekkert. Pað þurfti því að taka lán á lán ofan, unz tekj- urnar greiddust og gjafirnar bær- ust; og lánstraust meðlima fram- kvæmdarnefndarinnar var þessi ár bundið í þarfir Stórstúkunnar. En gjafirnar til Stórstúkunnar námu alls árin 1907—1911 kr. 12,227,93. En auk þess var landssjóðsstyrkur og fastar tekjur (skattar frá stúk- um). En samt skulda templarar enn um 7000 kr. frá þessum árum. Tað er því ljóst, að undirbúningur atkvæðagreiðslunnar kostaði þá mik- ið í útlögðu fé; og þó hefir áreið- anlega meira verið gert án borgun- ar þau ár, en það, sem borgað var. Peir, er mest ferðuðust þessi ár fyrir Stórstúkuna, voru Sigurður Eiríksson, séra Guðmundur Guð- mundsson, frá Gufudal, og Pétur Guðmundsson kennari, og var starf þeirra þá ekki fólgið í stúkustofnunum, heldur í bannpré- dikunum. Á Norðurlandi stjórnuðu undirbúningnum Lúðvíg Möller, Sig- urður Hjörleifsson og Vilh. Knúdsen, í sameiningu við »Bindindis- sameiningu NorðurIands«, er starfaði af miklum áhuga fyrir málið. Eg var þá stórgæzlumaður kosninga. Framkvæmdarnefndin ákvað í samráði við ráðherra Hannes Hafstein, að láta bannmálið afskiftalaust við kosningarnar um haustið 1908, svo að þær gætu einvörðungu snúist um sambandsmálið. Pað viðurkendu allir, að það væri afarstórt og mikilsvarðandi mál, og eftir atvikum rétt, 55. Tryggvi Gunnarsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.