Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 57

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 57
213 unnar afarmikið. Vann Jón Pálsson trúlega að starfi sínu, en starfið hvíldi nær eingöngu á hans herðum, því hinir höfðu ekki vilja eða mátt til að aðstoða hann. Og þess verður ekki krafist af neinum einum inanni, að hann stjórni jafnstórum félagsskap og Reglan er, svo fullkomið sé. Meðstjórnendur hans verða að geta aðstoðað hann, er þörf krefur. En auk þess hlaut að koma deyfð eftir bannlögin. Regluboðarnir voru þreyttir, og það gat ekki hjá því farið, að templurum fækkaði. fað er því ómögulegt að krefjast þess, að Reglan tæki þá framförum. En Reglan á Jóni skildar þakkir fyrir starf sitt, og nær er mér að halda, að erfitt hefði orðið að forða því, að Reglan hefði klofnað í tvent á Seyðisfirði 19n, hefði hans ekki notið við. Guðrún Jónasson og Guðm. skáld Guðmundsson hafa hvort í sínu lagi unnið Reglunni mikið gagn síðan; hún með starf- semi sinni í ungtemplara þágu, en hann ekki hvað sízt með ljóðum sínum og brennandi áhuga. 1913 tók Indriði Einarsson aft- ur við yfirstjórninni. Hefir Reglan síðan haldið við með meðlima- fjölda, enda lætur honum starfið vel, hefir jafnvel gert kraftaverk. Pví er það ekki kraftaverk, að lífga við félög, er talin hafa verið dauð, með bréfaskriftum einum. Stærsta starfið, er síðustu ár liggur eftir templara, er fá- tækrastarfið í Rvík. Páll Jónsson kom fram með þá hugmynd, að templarar og aðrir gæfu gjafir til matgjafa handa fátæklingum bæjarins. Málið fékk hinar beztu undirtektir og gjafir víðsvegar að. Helztu borgarar bæjarins mæltu með því, og gáfu gjafir. Einkum gáfu margir kaupmenn góðar gjafir. Templarar létu í té hús og ljós fyrir ekkert, og kvenfólkið í Reglunni starfaði að því, flest án alls endurgjalds. Af þeim, er auk Páls hafa sérstaklega mikið starfað að þessu, má nefna forstöðukonuna, ungfrú Maríu Pétursdóttur, Flosa trésmið Sigurðsson og konu hans, Jónínu Jónatansdóttur, frú Karólínu Hinriksdóttur og Jón steinsmið Hafliðason. Hefir starfi þessu verið haldið áfram og gjafir borist

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.