Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 59

Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 59
215 það geta, hafa oft beitt hæfileikum sínum til þess, að skemta fyrir sjúkrasjóðina aðallega, t. d. leikkonurnar Stefanía Guð- mundsdóttir, Gunnþórunn Halldórsdóttir og Guðrún Indriða- dóttir. Reglan hefir hiklaust átt mikinn þátt í að ketina kven- fólkinu að starfa og beita kröftum sínum, og kvenfrelsiskonurnar á íslandi eiga án efa Reglunni mikið að þakka. »Systurnar« eiga sinn stóra og mikla þátt í því, hve starfið hefir gengið vel. Nöfn þeirra eru svo mörg, að eitt hefti Eimreiðarinnar gæti ekki flutt þau öll. Hið annað, er ég vil nefna, er, að Reglan hefir, með hin- um miklu fundarhöldum sínum, og með hinu ágæta fyrirkomulagi 64. Gudrún Jónsdóttir. 65. Guðrún Hannesdóttir. sínu, kent meðlimunum að starfa í félagsskap og fyrir heill þjóð- arinnar. Hún hefir kent meðlimunum að tala — »stúkumælska« er það kallað stundum. Pað er afar-mikilsvert fyrir hvern mann, að geta komið fyrir sig orði á mannfundum, geta stjórnað vel fundi og ritað fundargerðir. En þar standa almúgamenn, sem eru æfðir templarar, hinum langtum framar. Eað hefir Reglan gjört, það er einvörðungu hennar verk. Pað er ekki tilviljun ein, að hvar sem farið er meðal félagslífsins í Rvík, þá má finna áhrif hennar, meðlimir hennar eru helztu starfsmenn þeirra; og orsökin er vitanlega sú, að þeir hafa lært að nota krafta sína, og aðrir — vitandi eða óafvitandi — viður- kenna það. í nánu sambandi við þetta er hið þriðja, að Reglunni hefir tekist að skapa meiri félagsanda og samheldni meðal félaga

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.