Eimreiðin - 01.09.1915, Page 66
222
f>að má að vísu losast við umboðsmanninn við kaup á útlendum
vörum með því, að kaupa af vörubjóðum, eða umboðsmönnum er-
lendra vöruhúsa, sem nú ferðast með sýnishorn og bjóða kaupmönn-
um á íslandi allskonar vörur. Hér hverfur þá umboðsmaðurinn sem
milliliður, en þá kemur aftur í hans stað vörubjóðurinn. Hér er það
að athuga, að vörubjóðar þurfa að fá kostnað sinn við ferðalagið á
íslandi og til íslands endurborgaðan, cg hlýtur sá kostnaður að leggj-
ast á vörur þær, sem hann hefir að bjóða. En sá kostnaður verður
meiri en þau 3 °/o, sem umboðsmaðurinn reiknar sér í ómakslaun.
Auk þess liggur það í hlutarins eðli, að vörubjóðurinn, sem fær »pró-
sentur* hjá húsbónda sínum af vörum þeim, sem hann selur, reynir
af öllum mætti að selja sem mest, hælir vörum sínum á hvert reipi
og fær oft kaupmann til að kaupa vörur, sem hann hefir kannske
ekki beinlínis brúk fyrir og liggur svo með óseldar. En umboðsmað-
urinn, sem kaupir á þeim stöðum, sem eru ódýrastir, sendir ekki ann-
að en það, sem kaupmaðurinn sjálfur óskar að fá. Það er aðgæt-
andi, að ísland liggur svo afskekt, að það er miklu erfiðara að ná
þar góðum tilboðum, en í þéttbýlum verzlunarstöðum erlendis.
Sala á íslenzkum vörum. Eftir þeirri reglu: að hafa milli-
liðina sem fæsta, ætti bóndinn, kaupfélagið, eða kaupmaðurinn, að
senda vörur sínar beint til einhvers manns, sem hann veit, að kaupir
þær vörur. En hann þarf annaðhvort að fara sjálfur með vöruna,
eða láta annan annast aölu á henni; því engum dettur í hug, að
senda vöruna til kaupandans og láta hann vera alveg einráðan um,
hvað hann vill borga fyrir hana. Þar sem markaður er fyrir ísl.
vörur, eru ætíð fleiri en einn kaupandi, og sá, sem er á staðnum,
selur þá þeim, sem bezt býður. Það er eins ástatt með kaupmenn
erlendis, eins og á íslandi, að allir vilja ná svo góðum kaupum, sem
þeir geta, og dugar því ekki, að láta kaupanda vera einan um að
verðleggja vöruna, því við það mundi hæglega tapast miklu meira en
umboðslaunum umboðsmannsins nemur. Hann á líka á hvaða tíma
sem er að vera kunnugur markaðsverðinu á vörunum, og því geta
útvegað hæsta verð fyrir þær. Það er hans hagur, eins og eigandans,
að ná sem hæstu verði fyrir vöruna. Því hærra sem hún selst, því
meiri verða umboðslaun hans.
Að mikið ólag sé á íslenzku verzluninni að því leyti, að lands-
menn geti fengið öllu betri kaup, en nú á sér stað, fæ ég eigi séð.
Þó getur auðvitað eitt og annað staðið til bóta. Vörur eru yfirleitt
seldar ódýrar í búðum á Islandi, þó það séu útlendar vörur, en þær
eru seldar í búðum erlendis; samkepnin er orðin svo mikil, að kaup-
menn geta ekki lagt nema tiltölulega lítið á vöruna, og er kaup-
menska því sem atvinna alls ekki eftirsóknarverðari en hver önnur
atvinnugrein. Það er landbúnaður og sjávarútvegur, sem hljóta að
verða aðal-atvinnugreinar á íslandi, og stendur þar mikið til bóta, og
miklar framfarir frá því, sem nú er, geta átt sér stað, ekki sízt að
því, er landbúnaðinn snertir.
Það hefir ýmsum komið til hugar, að heppilegt mundi vera, að
í Reykjavík væru kaupmenn með miklar vörubirgðir, sem þaðan gætu
birgt allar verzlanir landsins. Hvort það mundi verða heppilegra fyrir