Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 1
EiMREIÐINl
129
Hestavísur.
Páttur ura hesta, reiðmenn og hagyrðinga.
Nú er hlálur nývakinn.
Nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur nafni minn.
Nú er ég mátulegur.
Ekki veit eg hvort þið, sem þátt
þennan lesið, eruð svo gerðir, að
ykkur hlýni um hiartaræturnar, þeg-
ar þið heyrið farið með vísu þessa,
eða raulið hana sjálfir.
En svo er um mig Þessi vísa
kemur mér æfinlega í gott skap. Hún
er eitthvað svo notalega hressandi.
Þessi vísa er ein af þeim mörgu
stökum þjóðarinnar, sem ekki hefir
tekist að feðra. Að minsta kosti verður
hér ekki neinu slegið íöstu um hinn rétta töður hennar.
En það hafa menn komist næst um heimkynni hennar,
að fullyrða má, að hún muni kveðin vera í Húnaþingi
um eða eftir miðja síðustu öld. En hún er líka ein af
þeim mörgu góðkunningjum alþýðu, sem margir vildu
eflaust kveðið hafa og þózt menn að meiri, eins og þeir
lika máttu.
Ekki veit eg heldur, hvort ykkur verður eins og mér
að setja visu þessa í samband við skemtireið að sumar-
lagi, eða eitthvað þess háttar.
En eg geri það.
Mér finst vísan hljóti að vera kveðin undir áhrifum
þess yndis, er góðhesturinn veitir hagyrðingnum, þegar
Bakkus er með í förinni og alt leikur i lyndi fyrir kátum
og frjálslyndum sveinum. Og mér finst ekki ósennilegt,
að hún muni kveðin vera til dýrðar flöskueigandanum,
sem býður guðaveigarnar félögum sínum á meðan að
hestarnir rása og blása og jafna sig undir næsta sprett-
inn, er bíður þeirra.
9