Eimreiðin - 01.05.1921, Side 3
ElMREIÐiN]
HESTAVÍSUR
131
þeir menn mikils virtir, er kunnir voru að því, að vera
taumslyngir og reiðkænir.
Svo hefir að minsta kosti þótt alt fram á okkar daga,
þó að þess gæti minna nú, þegar hver reiðbjálfinn þykist
mestur og beztur af því, að böðlast einhvernveginn áfram
og skeyta hvorki um skömm né heiður. t*að er ekki
gœðingsefninu að kenna, þó að hesturinn »stigi aldrei ær-
legt spor alla sína daga«. En þau dæmin eru altof mörg
nú á dögum, enda afturför mikil í þessu efni frá því sem
áður var.
í þáttum og æfisögum ýmsra manna á öllum öldum
og fram á okkar daga, er margan fróðleik að finna um
ágæti fjölda hesta, er góðum kostum þóttu gæddir og
margar frægðarsögur af þeim skráðar. Jafnframt er og
getið fjölda manna, er sérstaklega þóttu fram úr skara
um reiðmensku og hestavit.
Um Stefán Ólafsson, prófast og skáld i Vallanesi, er
þess getið, að hann hafi verið »hestamaður og reiðmaður
hinn mesti«. Hann hefir líka kveðið ógrynnin öll af hesta-
vísum og eru margar þeirra prentaðar í kvæðabók hans,
sem Bókmentafélagið gaf út 1886. Flestar eru hestavísur
þessar með dróttkvæðum hætti, eða þá kveðnar undir
þeirrar tíðar háttum og þykja því síður munntamar nú á
dögum. Þó dylst hestamaðurinn engum og reiðmenskan
er hverjum auðsæ, er skilja vill, og eru þó 300 ár síðan
Stefán fæddist (f. 1620, d. 1688).
Menn hafa frá öndverðu valið hestinum sínum nafn.
Vitanlega ræður litur því oft, en hitt er engu síður titt
að velja honum fallegt nafn og glæsilegt, er síðar feslist
við hann. Stundum er og nafnið valið eftir skaplyndi
hestsins, háttum hans og kostum.
Um Pál Vídalín lögmann er þess getið, að hann hafi
verið ágætur hestamaður. Átti hann fjölda ágætra hesta
og gaf þeim öllum eitthvert nafn. Jón Grunnvíkingur, er
var fóstursonur Páls og ritað hefir æfisögu hans, getur
nokkurra nafna þessara og eru sum þeirra dálítið ein-
kennileg.
»Dyrgja hét stóðmeri, er steingráir hestar voru undan.