Eimreiðin - 01.05.1921, Side 4
132 HESTAVÍSUR [eimreiðin
Áburðarhestar hans hétu: Snati, Valur, Paufi, Þybbur,
Bursti.
Agnar hét hestur hans er einn var með þeim beztu,
lítill en þó sá frásti.
Goði fékk nafn sitt af því, að hann tók forustuna á
sundi í fyrsta sinn er hann var rekinn og lokkaði hina
á eftir.
ígull hét einn nýfenginn, er át svo mikið, sem drengur
einhver gat leyst heyið til hans í 2 daga.
Frosti hét einn og mun hafa verið hvítur.
Ráðvaldur var hans hinn síðasti; hann var reistur og
ríkilátur.
Svipur hét einn er Eggert Jónsson á Ökrum gaf hon-
um. Hann fékk nafn sitt af þvi, að þá Páll reið hon-
um frá Ökrum í fyrsta sinn var miður aftan, en þá hann
kom í Bólstaðarhlíð var aflíðandi miður aftan. Hann gat
ekki stilt hann fyr, en svo mjúkur var hann í rásinni að
hann gat sveigt hann sem tá í kringum hverja keldu«.
Þeir sem farið hafa þessa leið, frá Ökrum, yfir Vatns-
skarð og niður að Bólstaðarhlið, þeim mun eflaust finn-
ast vegalengd sú drjúgur sprettur.
Eitt sinn reið Páll Vídalín frá Víðidalstungu og suður
í Skálholt á réttum sólarhring — 24 stundum — og öðru
sinni á þremur dögum vestan frá Mýrum í Dýrafirði, að
haustlagi, og náði i réttan tima að setja skólann í Skál-
holti.
Jón Grunnvíkingur getur þess ekki, hvað marga hesta
Páll hafi haft, er hann fór ferð þessa, en hitt skilst okkur
eða við lesum það milli linanna, að góðir hafi heslarnir
hlotið að vera, úr því þelta mátti takast á jafn skömmum
tíma, eins og vegir voru þá, og að haustlagi.
Sonur Eggerts á Ökrum, sem gaf Páli lögmanni Svip,
var Steinsstaða-Jón. Hann var reiðmaður góður og átti
hest ágætan, er hann hefni Eitil. Um hann kvað Jón vísu
þessa:
Allvel finnur Eitill stað
undir svörtum Jóni.
Um hádegi fór eg heiman að,
í Hofsós kom eg að nóni.