Eimreiðin - 01.05.1921, Blaðsíða 6
134
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
yrkja út af sumum atburðunum snildarkvæði. Slíkir menn
hafa fundið, hvað hesturinn er samgróinn okkur íslend-
ingum og ómissandi, og þjóðinni eflaust ánægja að á lofti
væri haldið frægðarsögum gæðingsins og ágætum kostum
hans.
fess vegna er síst að furða, þó að hestsins hafi verið
minst í vísnagerð þjóðarinnar, þegar svo má að orði
kveða, að mikill hluti þjóðarinnar sé þeirri gáfu gæddur,
að mega binda orð sín í rími og mæla af munni fram í
stuðlum og hendingum.
Það hefir lika lengi verið á vitorði alþýðu, að þeir
hlutir geymdust lengi og þær minningar fyrndust síðast,
er Ijóðfestar voru. Og á meðan því verður ekki hrundið
að íslendingar séu hagmæltasta og ljóðelskasta þjóðin
undir sólinni, þá er síst að undra, þó að hestavísurnar
liíi á vörum alþýðu og bergmáli landshornanna í millum.
Ekkert skal eg um það fullyrða, hvenær byrjað er að
kveða hestavfsur. Það er fræðimannanna að grafa það
uppi. Þó þætti mér trúlegt að aðallega byrji það með
Stefáni Ólafssyni, eða um hans daga. En síðan hafa
hestavísur verið kveðnar á öllum tímum og altaf bætist
við þær með hverju ári.
Vitanlega eru hestavísurnar sömu lögum háðar og
aðrar alþýðuvísur, að þeim einum skolar á land til þess
að geymast og lifa á vörum þjóðarinnar, sem snjallar eru
og hafa auk orðfiminnar í sér fólginn þann sannleik, er
við á, á öllum tímum.
Það hefir aldrei þurft að benda alþýðu á ágæti vísn-
anna, hvorki hestavísna né annara, er hún tekur ást-
fóstri við. Hún hefir vanalega sjálf fundið hvar feitt var
á stykkinu. Dómgreind hennar hefir aldrei skeikað í þvi
efni. Léttmetið hefir gufað upp og gleymst, en kjarninn
og snildin hefir geymst. Þess vegna er óhætt að trúa því,
að landshorna-stökurnar og þær, sem allir kunna, hafa
eitthvað til síns ágætis. Sú visa, sem víða flýgur og fjöld-
inn hendir á lofti, lærir og raular, hún er góð.
Og góð vísa er aldrei of oft kveðin.