Eimreiðin - 01.05.1921, Side 7
EIMREIÐIN]
HESTAVÍSUR
135
Þó að flestar hestavísur Stefáns í Vallanesi séu lítt
þektar nú, eins og eg drap á áður, þá hefir hann þó
kveðið eina stöku, sem margir kunna enn og raula stund-
um. Hún er svona:
Bylur skeiðar virkta vel,
— vil eg par á gera skil —.
þylur sanda, mörk og mel,
mylur grjót, en syndir hyl.
Hér er og önnur eftir Stefán, og heyrði eg hana stund-
um raulaða austur í Múlaþingi í ungdæmi mínu:
Láttu hlaupa hestinn þinn —
hér er strax til reiðu minn.
Pú ef sigrar, þraut eg flnn,
en þykist mikill ef eg vinn.
Ætli að sami hugsunarhátturinn sé ekki að nokkuru
ríkjandi enn: að þykja vænna um að hesturinn, sem
maður hleypir, haldi götunni, þegar riðið er í^köpp.
Eftir því þykist eg hafa tekið, að bestu og lífseigustu
hestavísurnar hafa þeir kveðið, sem jafnframt hagmælsk-
unni og orðfiminni eru hestamenn, og ekki nóg um það,
heldur reiðmenn með lífi og sál.
Sannur hestamaður og reiðmaður sýnir gæðingnum sín-
um alla nærgætni. Honum er það yndi, að hugsa sem
best um hestinn. Hann gerir það ekki af hálfum huga,
heldur heilum huga. Hann gefur hestinum það besta úr
stálinu, dekrar við hann og talar við hann eins og vin
sinn. Öll slík nákvæmni treystir sambandið milli manns-
ins og hestsins, gerir það innilegt og skilninginn glöggvan
þeirra í millum. Þetta finna þeir báðir, maðurinn og hest-
urinn, því
milli manns og hests og hunds
hangir leyniþráður,
eins og Matthías hefir orðað það.
Manni, sem þann veg umgengst hestinn sinn, verður
hlýtt í huga, þegar gæðingurinn leikur við tauminn, sprikl-
andi i fjöri og altijþúinn að rjúka á sprettinn, þegar hús-