Eimreiðin - 01.05.1921, Side 10
138
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
Mörgum reiðmanninum hefir þótt það yndi í góðu veðri
að kveldlagi, þegar logar í götunni þar sem gæðingurinn
þrumar á skeiðinu, enda er þess oft getið í hestavísunum.
Og nú skuluð þið taka eftir hvernig hagyrðingunum
tekst að sérkenna þetta út af fyrir sig, svo að vísurnar
verða þó hver annari ólík.
Jón á Þingeyrum kveður svo:
Veikir tál, pá létt er loft,
leikur pjálum fæti,
kveikir bál á uitdan oft,
eykur sálar kæti.
Páll Ólafsson kveður svo um Bleik sinn:
Eykur Bleikur sprett á sprett,
spyrnir við af afli,
um harðar urðir líður létt,
logar á hverjum skafli.
Og um Gránu, reiðhross ágætt, kveður Páll líka:
Hleypur geyst á alt hvað er,
undur reist að framan.
Pjóía’ upp neistar par og hér;
— petta veistu’ að er gaman.
Stefán Vagnsson, ungur bóndi á Flugumýri í Skagafirði,
kveður svo:
Pykir heldur harðsnúinn,
hræðist keldu’ ei neina.
Pegar kveldar, klárinn minn
kveikir eld við steina.
Og annar bóndi í Skagafirði, Sigtryggur Jóhannesson í
Framnesi, kveður svo um hest, er Reykur heitir og kunn-
ingi hans á:
Hestinn Reyk eg röskan tel,
■ ý reiðar smeykur ei við él.
Blakkur kveikir bál á me);
ber sig feykilega vel.
Allar þessar vísur segja eiginlega það sama, þó eru þær
næsta ólíkar. Prjár af þeim eru hringhendur, og þó er
hreimurinn langt frá því að vera hinn sami. Svona geta
þeir leikið sér, sem mál og rím hafa á valdi sínu. ís-