Eimreiðin - 01.05.1921, Page 11
EIMREIÐIN]
HESTAVÍSUR
139
lenskan er þeim eftirlát, sem kunna með hana að fara.
Þeim, sem tökin kunna á henni, verður sjaldnast orðfátt.
Þá þykja það oftast nær framtaksgóðir hestar og við-
bragðssnarpir, sem skyrpa skeifunum undan sér, þegar
þeir rjúka á sprettinn, og gleymist hagyrðingunum ekki
að segja frá því.
Jón Pétursson, bóndi á Nautabúi i Skagafirði, kveður
svo um reiðhryssu sína, er ágæt þótti:
Skjóna fætur flma ber,
frónið tætir harða;
skóna lætur lausa’ af sér,
ljónið mæta gjarða.
Og annar Skagfirðingur, Ólafur í Húsey, grípur líka til
hringhendunnar, þó að hann sleppi að frumlykla hana.
Hann kveður svo:
Skurkar á söndum, skjaldan seinn,
skeifna-bönd vill losa,
mín þótt höndin hafi’ ei neinn
harðan vönd á Rosa.
Ólafur þessi var hestamaður góður, átti kyn gott og ól
upp marga gæðinga. Hann gaf hestum sínum nöfn eftir
því, hvernig viðraði þegar þeir fæddust. T. d. Rosi þessi
var kastaður í rosaveðri.
— Ekki verða hagyrðingarnir í vandræðum, þegar þeir
lýsa fallegum skeiðspretti. Og þó að okkur finnist í fljótu
bragði, að fallegur skeiðsprettur sé aðeins fallegur skeið-
sprettur, þá er þó dálítið ólíkt, hvernig þeir koma orðum
að því.
Jakob Frímannsson frá Torfalæk í Húnaþingi, dáinn
fyrir nokkurum árum á Vífilsstaðahælinu, kveður svo:
Herti Kuldi hófaslátt.
— Héðins- buldi’ í -eiði —.
Grjótið muldi’ hann griðarsmátt,
götuna þuldi’ á skeiði.
Páll Ólafsson kvað svo um Bleik sinn:
Kastaði grjóti fótum frá,
fjölga tóku sprettir;