Eimreiðin - 01.05.1921, Page 12
140
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
hamra-beltin hermdu þá
hófasláttinn ettir.
Sigurjón Kristjánsson, Krumshólum, kveður svo um
hryssu:
Fráneyg Gletla fótanett
fetar létt um grundir;
þvitum skvettir, þrífur sprett
þegar slétt er undir.
En það þurfti ekki að vera slétt undir, þar sem Páll
Ólafsson hleypti Ljónslöpp:
Hún er viss meö hvergi’ að hnjóta,
hvað þá falla,
þó hún missi þriggja fóta,
og það í halla.
— Það þótti þeim löngum gaman reiðmönnunum að
láta hestinn sinn liggja á skeiði fram úr bráðléttum
hlaupagikkunum, og er ekki laust við að drýginda nokk-
urra kenni hjá hagyrðingunum, þegar þeir segja frá því
á eftir.
Páll Ólafsson bregður upp notalegri mynd af slíkri
kappreið:
Undan Sleipni, Ólrauður
altaf lá á skeiði,
svo hann Björn varð sótrauður
svartur og blár af reiði.
Sigurjón Kristjánsson, sem fyr er nefndur, kveður svo
um jarpan skeiðvarg:
Pyrlar grjóti’ og mold í mökk,
mjög á spretti snarpur;
þó ei öðrum endist stökk
altaf skeiðar Jarpur.
Þá er og ein hér í líkum anda, kveðin á Mosfellsheiði
fjrrir nokkurum árum. En Mosfellsheiði, þótt ljót sé, hefir
upp á sæmilegan veg að bjóða, svo að margur gleymir
því, hvað hún er leiðinleg, þegar gæðingurinn gerir sitt til
þess að stytla leiðina:
Mosfellsheiði hefir um sinn
hrundið leiðindonum . . .