Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 14
142
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
alþýða hefir haft mestar mætur á, enda hefir einhver
mentamaður okkar talið hana fegursta hátt i heimi:
Heyra brak og bresti má,
broddur klaka smýgur
hófa- vakur -haukur þá
hranna-þakið flýgur.
Kveður Jón á Þingeyrum. En Páll Ólafsson kveður svo
um Gránu, sem fyr er nefnd:
Mylur svellin kraftakná
klaka gellur flísin.
Hvellir smellir heyrast þá
hófar skella á isinn.
Þá er og ein hér um sama efni, kveðin á Suðurlandi,
að því er eg bezt veit:
Hringur skundar skeiðið á,
— skaflar sundra klaka —,
syngur grundin, svellin blá
sönginn undir taka.
Um Vakra-Brún sinn kveður Páll Ólafsson þannig:
Hátt og titt var hófum lyft,
hvein í stinnum fönnum,
Brúns míns fljóta fóta-skrift
fiörug þótti mönnum.
Ekki lagði hann linu skakt
— lengd á milli stafa
átján fet hafa sumir sagt,
sem það stigið hafa.
Þessi seinni vísa, þótt ekki sé hún lýtalaus, er sérstök
og næsta merkileg, því af henni má nokkuð ráða um
kosti Vakra-Brúns. Hún segir að klárinn hafi dregið 18
fet á milli sporanna og munu þeir hestar mega snjallir
kallast og vel vakrir, sem draga 9 álnir á skeiðinu.
Vitanlega er þetta ekki einsdæmi. Síra Sigurgeir Jakobs-
son prestur til Grundarþinga átti jarpskjóttan hest af-
burða stóran og gæðing mikinn. Eftir hann var mælt eitt
sinn, er hann hafði legið á skeiðinu á Eyjafjarðará og