Eimreiðin - 01.05.1921, Síða 15
EIMREIÐIN]
HESTAVÍSUR
143
voru það 18 fet á milli sporanna. Þetta sagði mér í vetur
Stefán Stefánsson alþm. í Fagraskógi.
Jón Grunnvíkingur hefir það eftir Páli Vídalín, að hann
»hafi átt þann skeiðhest beztan er dró 18 fet og annan
er dró 22 fet á skeiðinu og í logni var sem gola blési á
móti þegar sá hestur var á ferðinni. Sá hestur, eða má-
ske annar, stökk með Páli um vortíma þá hann rann á
harða skeiði á ísi, er lá á Arnarvatnsheiði, sjö álna breiða
vök á miðju skeiði. Einn hest átti Páll líka svo þýðan,
að hann fékk haldið á fullum vatnsbolla og skeplaðist
ekki út úr á meðan hesturinn lá á skeiðinu á spöl þeim,
sem er á milli fjóss og bæjar í Víðidalstungu«.
Vel má vera að einhverjum þyki þetta ótrúlegt, og skal
eg ekki neinn dóm á það leggja. Pó hefir Jón Grunnvík-
ingur jafnan verið talinn merkur heimildarmaður. En það
vita reiðmennirnir, að það er ótrúlega langt, sem góðir
vekringar draga á skeiðinu þegar marka má.
Og vakur þótti Sóti vera, sem Grímur á Bessastöðum
átti. Enda minnist Grimur á það í einni af vísum þeim,
er hann kvað um Sóta. Hún er svona:
Glennir á skeiði gleiður sig,
. grípur hann sporin reiðilig,
frisar hart og freyðir á mig —
fallega klárinn greiðir sig.
Þá koma hér nokkrar visur af handahófi um kosti
ýmsra hesta, fjör þeirra, gangfimi, höfuðburð og fleira er
prýði þykir á öllum reiðhestum. Þykir mér þá hlýða, að
Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum í Laugardal ríði fyrst-
ur úr hlaði:
Hálsi lytti listavel,
Iöppum klipti vanginn;
taumum svifti, tugði mél,
tölti’ og skifti’ um ganginn,
Þessa visu kvað Páll í hitteðfyrra, en fyrir nokkurum
árum kvað hann svo um reiðhest sinn:
Séð hefi’ eg Apal fáka fremst
frisa, gapa, iða.