Eimreiðin - 01.05.1921, Page 17
EIMREIÐIN]
HESTAVÍSUR
145
hafa sem fjölbreyttastan gang. Og öllum reiðmönnum þyk-
ir notalegt þegar gæðingurinn veltur áfram á svifléttu tölt-
inu á milli sprettanna. Enda hefir löltið verið nefnt hýru-
spor og yndisspor og er það réttnefni.
En brokkið getur líka verið þægilega skemtilegt, þegar
það er mikið og gott. Ög það er mér kunnugt um, að
harðviljugur klárhestur getur orðið skriðdrjúgur á brokki.
Andrés Magnússon i Langholti í Hrunamannahrepp,
kvað svo um klárhest er drjúgur þótti á brokki:
Minn þótt Sokki brúki brokk,
burt hann lokkar trega.
Undan nokkrum fákaflokk
fer hann þokkalega.
Og um annan röskan klárhest kann eg vísu og er mér
kunnugt um það, að mörgum hesti, sem vakur var kall-
aður, veittist fullerfitt að fylgja honum á skeiði, þegar
hann lá á brokkinu:
Pegar Haukur heim á leið
hristir sína lokka.
megið pið hinir herða skeið,
hann mun undan brokka.
Þá koma hér fáeinar vísur, sem jafnframt því að skýra
frá kostum gæðinganna, lýsa útliti nokkurra hesta, skapn-
aði þeirra, lit og fleiru í því sambandi.
Eyjólfur Jóhannsson, síðast í Sveinatungu í Borgarfirði
kvað svo um Rauðskjóna, er heima átti á Breiðabólsstað
í Reykholtsdal:
Söðla-drekinn sélegur
sýndi þrekið nóga,
burða frekur, framþykkur,
faxið lék um bóga.
Og enn þessa um sama hest:
Lit ákjósanlegan bar,
— leyfður hrósi stóru —:
innan um rósir rauðleitar
rákir ljósar vóru.
Ekki þótti Eyjólfi skjótli liturinn ljótur, þó að nú sé svo
10