Eimreiðin - 01.05.1921, Page 18
146
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
komið, að nýja menningin fordæmi alla skjótta hesta og
hrossa-candidatar heimti fé úr landssjóði til útrýmingar
þeim!
Ágúst Jónsson, hómopati á Ljótsstöðum í Vopnafirði,
dáinn kringum aldamótin síðustu, lýsir þannig hesti sínum:
Limaréttur, ljóneygður,
leggjanettur, stórhæfður,
í hárum sléttur, hringmektur
— á hverjum spretti grimmvakur.
Sigurbjörn í Fótaskinni kveður svo um hest er Hjalti
var nefndur:
Vöðvaþéttur, sómir sér,
sést ei hestur fégri.
Brúnaléttur oftast er,
eyrun nett á kviki ber.
Þá er hér gömul vísa um hestinn Viking:
Fagurskapað brjóst og bak,
bógar, háls og makki.
Hans er frjálslegt fótatak,
fjörið ræður blakki.
Eins og gefur að skilja er oft í hestavísunum minst á
ratvísi hestsins, snarræði hans og dugnað í öllum hættum.
Viðurkenna hagyrðingarnir það fyllilega og án kinnroða,
að oft hafi þeir orðið að varpa öllum áhyggjum sínum
uppá hestinn. Enda eru ótal dæmi þess, að margur mað-
urinn hefir átt lif sitt undir viti hestsins, ratvísi hans og
dugnaði. í hriðarbyljum og náttmyrkri hefir reiðhesturinn
ótal sinnum bjargað húsbóndanum heim til bæjar. Og í
ám og vötnum og margskonar hættum hefir hann reynst
sannur stólpagripur.
Peir gleyma heldur ekki að minnast þess, hagyrðing-
arnir, hvað þeir eiga mikið að þakka hestinum i þessu efni.
Síra Páll Bjarnason, síðast prestur á Undirfelli í Húna-
þingi (d. 1839) var reiðmaður mikill, segir Gísli Konráðs-
son, og átti marga ágæta hesta. Hann hefir líka kveðið
allmargar hestavísur, meðal annars Gránuvisurnar sem hann
orkti eftir reiðhryssu ágæta, er fótbrotnaði 22 vetra að