Eimreiðin - 01.05.1921, Page 22
150
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIN
búinn þrótti búkur þinn
blessaður skjótti klárinn minn.
En þeir eru líka til, hagyrðingarnir, sem una því illa,
að reiðhesturinn haldi ekki kostum sínum fram i rauðan
dauðann.
Björn Skúlason, umboðsmaður í Múlaþingum (d. 1865),
kveður svo:
Ó, að þú værir vetra flmm
vorðinn gamli Skotti.
Ellin bæði grá og grimm
gerir þig nú að spotti.
Og sá sem hefir lengi haldið götunni, kann því illa,
þegar aðrir hleypa fram hjá:
Áður var eg fyrða fremst
fram reiðar er gaman semst.
Nú i fari hinna hemst
og hvergi þar úr sporum kemst.
Kveður Ágúst á Ljótsstöðum, sem áður er nefndur, og
um sama hestinn.
En svo finnast líka þeir hestar, sem halda öllum kost-
um sinum, þrátt fyrir árin, sem þeir hafa á baki. Síðasti
sprétturinn þeirra jafnsnjall þeim fyrsta. Vitanlega er það
fágætt, en þó hafa slikir hestar verið til, og munu eflaust
finnast enn, ef vel er leitað. Og vænti eg að afsakað
verði, þótt nokkurra drýginda kenni hjá hagyrðingnum,
er hann kveður um slíkan hest:
Blesi hefir engri íþrótt týnt.
Elli fatast rökin.
Enn þá getur hann sveinum sýnt
sömu snildar tökin.
Vísan er kveðin hér á Suðurlandi fyrir nokkurum árum.
t*á var Blesi 16 vetra.
— Engan þarf að undra, þó að maður sá, sem unnað
hefir hestinum sínum, fyllist söknuði, er hann sér hann
ekki lengur við stallinn og heyrir ekki framar vinarkveðj-
una, þegar hurðin er opnuð. Honum mun finnast, eins og
Ágústi á Ljótsstöðum, að hann sé