Eimreiðin - 01.05.1921, Page 24
152
HESTAVÍSUR
[EIMREIÐIS
Og þá er þessum sprettinum lokið og skal hér staðar
numið.
Vona eg svo að eg hafi ekkert ofmælt í upphafi þessa
þáttar, er eg gat þess, að efni það, er eg hefi nú rakið
um stund, væri langt frá því að mega kallast ómerkilegt.
Vel má vera að vísnavalið sé nokkuð af handahófi gert,
því naumur var tíminn, en úr miklu að moða. þó reyndi
eg að vanda það eftir föngum.
Vildi eg með þætti þessum, enn þá einu sinni vekja
eftirtekt á alþýðu-stökunum, á snild þeirra og orðfimi og
gildi þeirra fyrir menningu þjóðarinnar. Ykkar, sem þátt-
inn lesið, er svo að dæma um, hvernig mér hefir tekist það.
Vil eg svo enda með sömu bæninni og fyrri daginn.
En hún er sú, að sem flestir riti upp vísur þær er þeir
kunna og sendi mér, bæði hestavísur og aðrar, yfir höfuð
allar alþýðuvísur, hverju nafni sem nefnast. Lofa eg aftur
á móti, að halda öllu slíku til haga og sjá svo um, að
vísnasafnið komist á tryggan slað til varðveislu komandi
kynslóðum.
Heiti eg ekki síst á hagyrðinga þá, er þetta lesa, að
þeir dugi mér vel í þessu efni.
Eg hóf þátt þenna með stöku, sem eg taldi sennilegt
að væri kveðin á skemtireið. Þykir mér því hlýða að enda
með annari stöku, sem víst er um að kveðin er á hests-
baki. Höfundur hennar er talinn að vera Nikulás skáldi,
Húnvetningur:
Höldum gleöi hátt á loft,
helst það seöur gaman.
fetta skeöur ekki oft
að við kveðum saman.
Selfossi, 30. maí 1921.
Einar E. Sœmundsen.