Eimreiðin - 01.05.1921, Side 29
EIMREIÐIN]
157
Hvað geta kirkjurnar lært af spíri-
tismanum og1 sálarrannsóknunum?
Enska tímaritið Light, sem full fjörutíu ár hefir verið
merkasta málgagn spíritista á Bretlandi og kemur út í
hverri viku, var stækkað að mun síðast liðið haust. Frá
þeirri stundu tóku að birtast æ fleiri greinir frá prestum
í blaðinu. Eftir stækkunina komu fyrst 15 tölublöð i röð
með einni grein í hverju blaði, er allar báru sömu fyrir-
sögnina, þá sem er yfir þessum linum, og allar voru eftir
presta. Voru prestarnir tólf talsins, en greinir sumra voru
í tveim blöðum. Sömu einkunnarorðin voru prentuð fyrir
ofan allar þær greinir, sem sé þessi ummæli úr ályktun
biskupaþingsins, er háð hafði verið þá um sumarið: y>Jafn-
framt þvi, sem biskupaþingið tjáir sig reiðubúið til þess að
vonast eftir og fagna ngju Ijósi frá sálarrannsóknunum yfir
hœfúeika og framþróun mannsandans, heldur það þvi fast
fram, að i kenning kirkjunnar œtti að legyja meiri áherzlu
á að skýra hinar sönnu ástœður fyrir kristilegri trú á ei-
lift líf og ódauðleik, og hvert sé í raun og veru innihald
trúarinnar á samfélag heilagra, að í því sé fólgið verulegt
samband við framliðna menn fyrir kœrleika guðs í Kristi
Jesú«.
Allir vörðu prestarnir spíritismann. Allir vildu þeir láta
kirkjuna sinna honum. Flestir þeirra töldu hann líklegan til
að verða bjargvætt og bjálpara kirkjunnar. Fyrir tilmæli
mín hefir ritstjóri Eimreiðarinnar hleypt að þýðing af tveim
af þessum greinum, sem báðar eru eftir sama prestinn.
Hann heitir Ellis G. Roberts og er nú sóknarprestur í Al-
berbury, Salop. Er hann i ensku biskupakirkjunni, eins
og flestir hinna prestanna, er greinirnar skrifuðu. Um eitt
skeið æfinnar var hann i þjónustu kristniboðsfélags aust-
ur á Indlandi. Hann er talinn mjög ritfær inaður og hefir
marga sennuna háð um mikilvæg málefni kirkjunni til
umbóta. Þegar lætin urðu mest út af bók Sir Olivers
Lodge, »Raymond«, þóttu fáir jafnsnjallir verjendur vís-