Eimreiðin - 01.05.1921, Page 30
158
KIRKJAN OG SPÍRITISMINN
[EIMREIÐIN
indamaDnsins sem prestur þessi. Hann kveður sig lika
eiga þeirri bók mikið að þakka, þvi að hún hafi sann-
faert sig flestu öðru betur. Roberts prestur er og allmikill
stjörnufræðingur.
Ritstjóri tímaritsins var einn þeirra manna, sem nefnd
sú á biskupaþinginu, er fjallaði um spíritismann, kvaddi
til viðtals. Er sagt, að biskuparnir hafi tekið honum eink-
ar kurteislega og fundist mjög til um, hve vel hann gerði
grein fyrir sínum málstað. Víst er um það, að blaðið
hefir aldrei gert sér eins mikið far um að koma vinsam-
lega fram í garð kirkjunnar og síðan. Stöðuglega flytur
það greinir um afstöðu spíritismans til kirkju og kristin-
dóms. Sumir prestarnir eiga þar vikulega greinir, en sumir
aðalflytjendur hinnar nýju opinberunar skrifa þar af djúp-
særri þekkingu og heilagri alvöru um hin mestu vanda-
mál kirkjukenninganna, svo sem ineyjarfæðinguna, altaris-
sakramentið og upprisu Krists. Er ekki laust við, að sum-
um þyki nóg um þennan samdrátt milli blaðsins og prest-
anna. Hefir nýlega birzt allberorð grein í þá átt. Og satt
að segja þarf enginn að furða sig á því, að þeir menn,
sem lengi hafa barist fyrir spiritismanum og árum saman
hafa orðið að sæta hinni megnustu mótspyrnu og hvers
konar hrakyrðum og ásökunum frá klerklýðnum, og hrakt-
ir hafa verið út úr kirkjunni fyrir þær skoðanir, sem þeir
voru sannfærðir um, að voru í miklu fyllra og sannara
samræmi við kenning Krists og frumkristnina en trúar-
lærdómakerfi kirkjunnar, hugsi sig dálítið um, hvað mik-
ið muni að marka þessa byrjandi veðurbreyting og hverj-
ar verða muni afleiðingar hennar fyrir hið nýja málefni
sannleikans.
Þótt hér birtist eigi nema vitnisburður eins prestsins,
hygg eg hann geta orðið gott íhugunarefni kristnilýð þessa
lands, og ekki síst prestunum. Þeim er inálið skyldast.
Astandið i kirkju vorri mun varla betra en í biskupa-
kirkjunni ensku. Eg þykist þess fullvís, að sumt af því,
sem þessi enski prestur segir um spíritistana þar í landi,
geti og átt við um spíritista hér á landi: Það er hægra
að hrekja þá út úr kirkjunni en heimta þá inn að nýju;